Úrval - 01.07.1966, Side 7

Úrval - 01.07.1966, Side 7
UM MJÓLK 5 skarlatssótt o. fl. Sumar eru nyt- samar, eins og þær, sem breyta mjólk í súrmjólk og ost. A vorum dögum er mjólkin fram- leidd við mjög gott hreinlæti og hollustuhætti. Ef vér gætum feng- ið mjólkina beint frá sveitabúunum, mættum vér vera nokkurn veginn örugg um að hún væri fullkomlega hættulaus. En í einstökum tilfellum er hugsanlegt að í mjólkinni séu skaðlegir sýklar. Til dæmis getur viljað til, að kýr sýkist af berkl- um á tímabilinu frá því dýralæknir rannsakaði hana síðast og þar til hann rannsakar hana næst, jafn- vel þótt stuttur tími líði milli rann- sókna. Slíkt skeður nú sárasjaldan í Bretlandi, sökum þess að síðustu 20—30 árin hafa kýrnar verið und- ir nákvæmu eftirliti og þess vand- lega gætt að lóga sjúkum kúm jafn- skjótt og þær hafa fundizt. Líkurnar til þess, að smitast af mjólk úr einni kú, eru því vissulega ákaflega litlar. En hversu margir okkar geta raunverulega fengið mjólk sína beint úr sveitinni. Sann- leikurinn er sá, að flest okkar búa í stærri og smærri borgum, svo að skynsamlega leiðin til þess að ná okkur í mjólk er sú, að hafa vel skipulagt dreifingarkerfi. Á þann hátt er mjólkin flutt úr sveitunum í mjólkurstöðvar, þar sem hún er meðhöndluð og sett á flöskur eða önnur hæfileg ílát og send þaðan í mjólkurbúið á hverjum stað til dreifingar. Og það er fljótséð, að á þennan hátt er hættan miklu meiri á, að sjúkdómar geti breiðzt út með mjólkinni. Þó að gerlar séu aðeins í einni kú af þúsund, dreifast þeir um alla mjólkina og aukast þar og margfaldast. Lík- urnar fyrir því, að einhver veikist af mjólkinni geta því þúsundfald- ast, þegar henni er blandað þann- ig saman úr fjölda kúa. Nokkur hluti mjólkur er fram- leiddur og settur á flöskur beint úr kúnum á vissum sveitabúum, sem hafa til þess sérstaka löggild- ingu, og er hún einkum ætluð ung- börnum. Alla aðra mjólk verður að meðhöndla á einhvern þann hátt, sem tryggir það, að öllum skaðleg- um gerlum, sem kynnu að hafa slæðzt í mjólkina, sé eytt. Við past- euriseringu er mjólkin aðeins hit- uð nægilega mikið (70°C) til þess að drepa alla skaðlega gerla. Við gerilsneiðingu (sterilisation) er hún hituð meira (í suðu) svo að allir aðrir gerlar drepist einnig, og súrn- ar þá ekki mjólkin á meðan flask- an er ekki opnuð. Ný aðferð til gerilsneyðingar er svonefnd yfir- hitun (UHT=ultra-high temper- ature), en við hana breytist ekkert bragð mjólkurinnar eins og við suð- una. Breyting á næringargildi mjólk- urinnar er sáralítil við pasteuriser- ingu. Flest þýðingarmestu næring- arefnin, eggjahvítuefnin (protein), kalkið (calcium) og flest fjörefnin eru raunverulega óbreytt. Fjörefnin C og Bi minnka ofurlítið. En mjólk- in er hvort sem er ekki nægilegur fjörefnagjafi, svo að í fullgildu fæði verða að vera fleiri fæðutegundir, svo sem ávextir og grænmeti, sem veita nægilegt magn af þessum nær- ingarefnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.