Úrval - 01.07.1966, Side 52
50
ÚRVAL
on monofilamenti“ (einföldum, ó-
snúnum boronþræði) til notkunar
sem byggingarefni með alveg sér-
staka eiginleika.
Brýr úr boroni.
Bandaríkjamenn geta hlakkað til
þess tíma, þegar farið verður að
nota boron til ýmislegra hluta í
hinu borgaralega lífi. Og það virð-
ist ekki þurfa að líða á löngu, þang-
að til sumt af þessu verður að veru-
leika.
Brýr úr borontrefjablöndu gætu
til dæmis spannað tvisvar sinnum
lengra brúarhaf en mögulegt hefur
reynzt, hvað brýr úr byggingarstáli
snertir. Nýja Verrazenobrúin í New
Yorkborg er nú lengst brú heims-
ins. Hún er ekkert smásmíði. Hún
er hvorki meira né minna en 4.260
fet á lengd. Það þurfti 160.000 tonn
af byggingarstáli í hana. Hefði hún
verið byggð úr borontrefjablöndu,
hefði brúarhafið getað verið tvisvar
sinnum lengra, og þyngd boronsins
hefði samt aðeins verið 93.000 tonn.
Slík brú úr boroni yrði alveg eins
örugg og væri hún úr stáli, og um
hana gæti því orðið alveg eins mik-
il umferð og nú er um Verrazano-
brúna.
Hæsta bygging í heimi er Empire
State Building í New Yorkborg, eins
og flest skólabörn vita. Hæð hennar
er 1.472 fet frá gangstétt upp til
enda sj ón varpslof tnetsstangarinnar
á þaki hennar. Þegar skólabörn nú-
tímans verða orðin fullorðin, verð-
ur kannske orðið unnt að byggja
fimm sinnum hærri skýjakljúfa og
nota borontrefjablöndu sem bygg-
ingarefni í þá.
Samgöngur á landi.
Það er ekki óeðlilegt að vænta
þess, að borontrefjablanda muni
einnig hafa miklu hlutverki að
gegna, hvað snertir framfarir í sam-
göngum á landi og nýjungar í þeim
efnum. Nú þegar eru verkfræðingar
farnir að tala í fullri alvöru um
framleiðslu loftpúðajárnbrautar-
lesta, sem mundu æða áfram með
300 mílna hraða á klukkustund rétt
uppi yfir venjulegum járnbrautar-
teinum. Samþjappað loft mundi
halda lestunum á lofti uppi yfir
teinunum. Auðvitað yrði þyngd lest-
anna töluvert vandamál í þessu sam-
bandi, og hingað til hefur það ver-
ið álitið, að alúmín mundi reynast
heppilegast byggingarefni fyrir
framleiðslu slíkra lesta. En yrðu
þær í þess stað smíðaðar úr boron-
trefjablöndu, þá þyrfti ekki nema
helming lyftikarftsins miðað við al-
úmín. og þannig mundi reynast unnt
að minnka orkukostnaðinn töluvert.
Loftpúðaskip eru þegar í notkun
á vissum leiðum og önnur í smíðum.
Því er svo farið með þau eins og
flugvélar og loftpúðalestir, að það
eru takmörk fyrir því, hve marga
farþega eða hve mikinn flutning
þau geta tekið.
Því léttara sem loftpúðaskipið
sjálft yrði, því fleiri farþega eða
meiri flutning gæti það tekið. Ef
boron yrði notað við smíði þess-
ara loftpúðaskipa, mundi reynast
unnt að smíða skip, sem yrðu 40%
léttari en væru þau smíðuð úr öðru
efni.
Á þjóðvegunum.
Að öllum líkindum mun boron