Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 117
RANNSÓKNIR í LÆKNISFRÆÐI
izt mjög lítill vottur um æðakölkun
í háöldruðu fólki.
Fyrir 15 árum fóru vísindamenn
frá Ríkisstofnuninni fyrir hjarta-
sjúkdóma (National Heart Institute)
til Framhinghamborgar í Massa-
chusetts og fengu þar yfir 5000
sjálfboðaliða til rannsóknar. Hjá
engum þessara sjálfboðaliða fund-
ust nein merki hjartveiki í byrjun
rannsóknarinnar. Síðan hefur á
tveggja ára fresti farið fram ná-
kvæm læknisrannsókn á hverjum
einstökum þeirra, ásamt allskonar
prófum í rannsóknarstofu. Vísinda-
menn safna upplýsingum um dag-
legar venjur allra sjálfboðaliðanna.
A þessum 15 árum hafa meira en
250 þeirra fengið hjartveikisköst,
og læknar hafa rannsakað þá og
fylgzt með þeim mjög vandlega.
Þeir komust að raun um, að það
eru fjórum sinnum meiri líkur til
að maður á sextugsaldri fái hjart-
veikiskast en maður á fertugsaldri.
Það sýnir að hættan eykst með
aldrinum. Manni með háan blóð-
þrýsting er fjórum sinnum hættara
við hjartveiki en manni með eðli-
legan blóðþrýsting. Þeim sem reyk-
ir vindlinga er helmingi hættara en
þeim, sem ekki reykir. Of feitu
fólki, fólki með vissa óreglu í hjarta-
riti, fólki með of lítið lungnarými
og fólki með viss önnur einkenni
er hættara en öðrum.
Mótsagnakenndastar eru þær nið-
urstöður, sem menn hafa komizt að
um visst efni, hvítt og mjúkt, sem
nefnist cholesterol. Það finnst í
blóði sérhvers manns og er nauð-
synlegt fyrir lífið, því að það er
eitt grundvallarefnið í byggingu
115
frumanna. En það, ásamt öðrum
fitukenndum efnum, reynist vera
eitt aðalefnið í æðaþykkildunum.
Og óeðlilega mikið magn af fitu-
efnum ásamt cholesteroli í blóði,
virðist vera samfara hjartveikis-
köstum.
Er aukið cholesterolmagn í blóði
orsök hjartveiki? Eða er það að-
eins önnur afleiðing af sömu or-
sök.
Skoðanir eru mjög skiptar um
þetta atriði. En ein staðreynd stend-
ur óhögguð: með fæðinu má ráða
cholesterolmagninu í blóðinu að
vissu marki. Fæði, sem er auðugt af
cholesteroli og dýrafitu (mettuð-
um fitusýrum), rjómi, smjör, feitt
kjöt, egg, ostur og steiktur matur,
eykur yfirleitt cholesterolmagnið. Ef
menn forðast þessar fæðutegundir
og nota jurtafeiti (ómettaðar fitu-
sýrur) í stað dýrafitu, minnkar chol-
esterolmagnið í blóðinu.
En nægir slíkt fæði til þess að
koma í veg fyrir kransæðastíflu?
Vísindamenn geta framleitt æða-
kölkun í dýrum, sem aldrei fá hana
við sínar náttúrlegu aðstæður, með
því að gefa þeim fóður, sem inni-
heldur mikið magn að cholesteroli
og fitu, með öðrum orðum, sams
konar fæði og menn yfirleitt borða.
Bantunegrar í Suður-Afríku, sem
neyta lítillar dýrafitu, fá miklu
sjaldnar hjartveiki en hvítir inn-
flytjendur, sem borða mikið af
henni. f Japan, þar sem menn fá
aðeins 10% af hitaeiningum (calor-
ium) sínum úr fitu í fæðunni (fcn
í Bandaríkjunum fá menn 40%) er
hjartveiki fjórum sinnum sjaldgæf-
ari en í Bandaríkjunum. Þegar