Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 7
5
— Ég geng út frá því sem vísu,
að þér séuð ekki kvæntur.
— Svo sannarlega er ég það ekki,
það getið þér verið vissar um, anz-
aði kvennagullið. — Ég hef aldrei
viljað binda mig. Ég er fljótur að
hlaupa, ef eitthvað slíkt er á döf-
inni.
— Það hlýtur að reyna hroðalega
á mann á yðar aldri, svaraði Sophia
Loren, ■— en hafið þér reynt að líta
við og sjá, hvort nokkur eltir yður?
í ÆVISÖGU SINNI, „Líf í listum“
segir hinn frægi rússneski leikari
og leikstjóri, Stanislavskí, þessa
sögu af Tsiekof:
„Þetta var í fyrsta skipti, sem
Tsjekov var á frumsýningu á eigin
síónleik í Moskvu. Við ákváðum því
að efna til fagnaðar fyrir skáldið
sýningarkvöldið. Tsjekov var þessu
mjög andvígur og hótaði að sitja
heima og koma ekki í leikhúsið. En
freistingin varð okkur um megn.
Auk þess átti Tsjekov nafndag
sama daginn og frumsýningin átti
að fara fram.
Dagurinn nálgaðist og við urðum
.að fara að hugsa um, hvernig haga
skyldi hátíðahöldunum og athuga
um gjafir handa Tsjekov. Það var
vandasamt verk. Ég ók í allar forn-
gripaverzlanir borgarinnar og von-
aði, að ég fyndi eitthvað nothæft.
En ég fann ekkert nema gamlan
skrautlegan dúk, fagurlega ísaum-
aðan. Og þar sem ég hafði ekkert
betra, skreytti ég kransinn, sem ég
sendi honum, með þessum forna
glitsaumi.
„Þetta er þó að minnsta kosti list-
gripur,“ hugsaði ég. En eftir á ávít-
aði Tsjekov mig harðlega og sagði
þetta alltof dýra gjöf.
— Sjáið til þetta er dásamlegur
'hlutur, en hann á heima á safni,
sagði hann.
— En hvað hefði ég þá átt að gefa
yður, spurði ég.
— Músagildru, svaraði hann í
fullri alvöru. — Já, sjáið til, það á
að útrýma músinni.
Hann var óánægður með flestar
gjafirnar, sem hann fékk og út af
sumum var hann beinlínis bálreið-
ur:
— Sjáið þér til, það er ekki hægt
að gefa rithöfundi silfurpenna eða
forna blekbyttu.
■— Hvað á þá að gefa honum?
— Stólpipu! Jú, ég er læknir. Eða
nokkra sokka. Konan mín þjónar
mér ekki vel. Hún er leikkona. Og
ég geng í götóttum sokkum. Heyrðu
ástin mín, segi ég við hana, stóra
táin stendur fram úr hægri sokkn-
um mínum. Farðu þá í hann á
vinstri fótinn, segir hún. Það getur
ekki blessast, er það?
Og svo fór hann að hlæja glað-
værum ánægjuhlátri."