Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 65

Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 65
ÞAR SEM HINIR DAUÐU GIFTA SIG konur átt bræðrahóp, og er þá elzti bróðirinn venjulegast rétthæsti eig- inmaðurinn. Þar sem það er skortur á kven- fólki í Toda-landi, eru kvennarán ennþá algeng. Enginn virðist taka sér slíka hluti nærri — ef ræning- inn fæst til að greiða sanngjarnar skaðabætur. Satt að segja skiptir enginn sér af því, hversu margar eiginkonur hver maður á né hvern- ig hann varð sér úti um þær. Þótt fátt sé vitað um uppruna Todanna, þá er ég sannfærður um eitt: forfeður þeirra hljóta að hafa verið frámunalega miklar kjafta- kvarnir. Eg hef hlustað á umræður á „héraðsþingum" þeirra, og ég hef aldrei heyrt annað eins. Ég man eftir einum fundi, þar sem rætt var um 15 ára gamla stúlku, sem gifzt hafði þrem bræðr- um. Sá elzti var 46 ára. Eiginmennirnir þrír höfðu verið giftir áður. En konunni þeirra hafði verið rænt, og nú taldist hún kona annars manns, sem þegar hafði greitt bræðrunum skaðabætur. Nú stóð svo á, að hin 15 ára gamla brúður hafði líka verið gift áður; hún hafði verið gefin frænda sínum kornung. Þingið þurfti því að ákveða, hve marga vísunda 63 fyrsti maðurinn hennar ætti að fá í skaðabætur. Svo hófust umræður um málið. Faðir fyrsta eiginmannsins benti á, að heimanmundir stúlkunnar hefði verið sex vísundar, þegar hún hefði átta mánaða gömul verið gift syni hans. Auk þess, bætti hann við og virtist talsvert hreykinn, hafði hún sannað frjósemi sína fyrir rösklega ári með því að eignast barn með friðli sínum. Hún var því núna, sagði hann, hin verðmætasta brúður, að minnsta kosti sjö vísunda virði og ódýr fyr- ir það. Bræðurnir þrír, sem ætluðu að giftast stúlkunni, faðir þeirra og frændi mótmæltu þessu harðlega. Þeir sögðu að hún hefði alls ekki fengið sex vísunda í heimanmund. Ef þeir myndu rétt, hefðu vísund- arnir aðeins verið tveir, og grind- horaðir í þokkabót. Á þessu gekk allan daginn, unz fundi var frestað til morguns. Þá hófst rifrildið á nýjan leik. Þetta tók alls þrjá daga. Þá loks kom fram málamiðlunartillaga, sem báð- ir aðliar fengust til að samþykkja. Verð stúlkunnar: fjórjr vísundar. Það er margt skrítið í landi Tod- anna. Um leið og presturinn okkar hóf sunnudagsræðuna, heyrðust miklar þrumur, og svo fór að hellirigna. „Er þetta ekki líkt Drottni?" spurði presturinn þá. „Hérna sitjum við og látum fara vel um okkur, og Hann er þarna úti að 'hamast við að iþvo bíla.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.