Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 114

Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 114
112 ÚRVAL málmefnin og steinefnin í jarðveg- inum réttinum alveg sérstakt bragð, sem er engu líkt. Azoreyjar voru ekki numdar fyrr en á 15. ö'ld, þótt sjómenn hefðu þegar kynnzt þeim einni öld áður. Landkönnuðir voru sendir þangað til þess að helga þær Portúgal, en eyjarnar tilheyra enn því landi. Þær hlutu heitið ,,acores“ vegna helztu þáverandi íbúa sinni, hauka af sér- stakri tegund. Á næstu þrem öldum voru sjóræningjar frá Norður-Afríku (Márar), Frakklandi og Englandi stöðugt á sveimi við. eyjarnar. Þeir sátu um skipin, sem sneru aftur til Gamla heimsins með auðæfi frá Nýja heiminum vestan hafs. Land- námið dafnaði samt á Azoreyjum þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir rán Spánverja, farsóttir, jarðskjálfta og eldgos (nú eru íbúar þeirra 336.000). Eyjaskeggjum tókst að reisa fagrar hallir, íbúðarhús, klaustur og kirkj- ur. Hjá þeim þróaðist alveg sérstök byggingarlist. Þeir reistu falleg hús úr hvítkölkuðum steini, og voru húsin skreytt svörtu hraungrjóti. Einu leifarnar af hinni róstursömu fortíð þeirra má greina í húsaskip- aninni á gömlu sveitasetrunum. Þar standa öll húsin í þyrpingu, íbúum þeirra til verndar. En húsin í bæj- unum einkennast af mjóum varð- mannssvölum, sem voru aðsetur varðmanna, er voru á verði gegn innr ásarseggj um. Enn eru menn settir á vörð dag- lega hvarvetna um eyjarnar. En þeir eru ekki að skima eftir sjó- ræningium, heldur hvölum. Um hríð komu tveir þriðju hlutar heimsafl- ans af búrhval frá hafsvæðinu um- hverfis eyjarnar. Þegar strókarnir sjást spýtast upp í loftið, halda sjómennirnir á hafið í miklum flýti. Þeir eru fluttir út á djúpmiðin í kraftmiklum vélbát- um. En þar fara þeir yfir í smábáta, er taka sjö menn og líkjast helzt baunabelg. Azorbúar halda enn dauðahaldi í hvalveiðiaðferðir í „Moby Dick-stíl“, þ.e. þeir nota handskutul, sem festur er við hálfr- ar mílu langan kaðal. Ártugum saman var eyjan Faial þýðingarmest allra Azoreyja. Segl- skip vörpuðu akkerum í hinni góðu höfn borgarinnar en þar hafa legið allt að 400 skipum í einu. í síðari Suörœn ávaxtatré í einum af mörgum skemmtigöröum á Azoreyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.