Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 93
BÖRN í NAUÐUM STÖDD
91
og unglinga, þangað til dóm-
stólarnir geta tekið ákvörðun í mál-
um þeirra. í rauninni er frekar um
að ræða barnafangelsi en upptöku-
heimili, þótt slík viðkunnanlegri
nafngift sé algeng. Þegar dómstól-
arnir hafa tekið ákvörðun í máli
barnsins eða unglingsins, er það eða
hann sendur í hetrunarskólci (sem
eru einnig kallaðir starfsþjálfunar-
skólar, eða þá í sérskóla fyrir drengi
eða stúlkur eða á opinber fylkis-
dvalarheimili). Stundum er ung-
lingurinn sendur á betrunarhœli.
Yfirleitt er því þannig farið, að hin-
ir eldri eru sendir á betrunarhæli,
þ.e. frá 15 til 21 árs, þótt stundum sé
sent þangað ungt fólk allt upp að
þrítugsaldri. En í betrunarskólana
eru á hinn bóginn sendir yngri ung-
lingar og jafnvel börn allt niður í 7
ára aldur.
Þessar stofnanir eru alls ekki all-
ar með sama marki brenndar. Sum-
ar þeirra eru ekki slæmar. í mörg-
um þeirra er reynt að gera hið bezta
fyrir börn og unglinga, þrátt fyrir
ónógt starfslið og takmörkuð fjár-
ráð. Og nokkrar þeirra gera jafnvel
heilmikið gagn. En margar þeirra
eru líka hryllilegri en orð fá lýst.
Ég kom á hroðalegt upptökuheim-
ili eða gæzluvarðhaldsstöð í Atlanta
rétt hjá íþróttamiðstöð einni, sem
kostað hafði 18 milljón dollara og
nálægt risavöxnu hraðbrautaneti,
sem kostaði hafði margar milljónir
dollara. Húsið leit að vísu ekki sem
verst út séð utan frá. Gæzluvarð-
haldsstöð þessi er alltaf yfirfull. 191
barn var innibyrgt í byggingu þess-
ari, þegar ég kom þangað. Húsið
hafði verið byggt fyrir 144 börn og
unglinga. Þar dveljast afbrotabörn,
vanþroskuð og vangefin börn og
einnig börn, sem heyra undir flokk-
unina „vanræktir ómagar“, og er
þar jafnvel um að ræða ungbörn,
sem eru enn of ung til þess að
ganga. Engar ráðstafanir eru gerðar
til þess að stía í sundur drengjum,
sem náð hafa 12 árá aldri. Því eru
drengir og unglingar, sem hafa ver-
ið vanræktir eða yfirgefnir af for-
eldrum sínum, eða hefur jafnvel
verið misþyrmt af þeim, samvistum
við forherta unga afbrotamenn og
jafnvel læstir inni í klefum hjá
þeim.
Reiðir unglingar rífa stöðugt allt
og tæta á piltadeildinni og fremja
alls konar skemmdarverk. Stundum
virðast þeir jafnvel ráða lögum og
lofum í stofnuninni. Einn drengur
var stunginn á hol með tannbursta-
skafti úr plasti, sem hafði verið
breýtt í hárbeitt stunguvopn með
því að nudda því við steinvegg. Það
verða oft flóð á salernunum, af því
að piltarnir troða salernispappír í
salernisskálarnar eða hverju því
öðru, sem þeir ná til.
Herbergin voru upphaflega ætluð
einu barni, en í þeim eru nú ætíð
tvö börn. Börnin í efri koiunum
sparka göt á loftin. Það er stöðugt
verið að rífa öryggisnetin frá glugg-
unum. Það eru aðeins tveir menn,
sem sjá eiga um viðgerðir þarna, og
þeir eru alltaf langt á eftir með öll
sín viðgerðarstörf.
Ég komst að því, að drengur eirin
var innibyrgður í rúmlausum ein-
angrunarklefa. (Þetta er allt of al-
gengt víða hér í landi). í klefanum
var megnasti óþefur af þvagi og