Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
minni leitaði ég stöðugt að hrepps-
og bæjarfélögum, sem kynni að hafa
tekizt að finna lausn á þessu vanda-
máli, þannig að slíkt gætu orðið
fyrirmyndir hrepps- og bæjarfé-
laga um land allt. Að vísu fannst
mér ekki, að neinu einu hrepps- eða
bæjarfélagi hefði tekizt að leysa
vandamál þetta á algerlega viðun-
aniegan hátt. En samt komst ég að
því, að ýmis hrepps- og bæjarfélög
eru nú þegar á réttri leið. Kannski
hefur beztur árangur náðst í Oak-
landhreppi í Michiganfylki, þar sem
lykillinn að leyndarmáli þessa
góða árangurs er þátttaka borgar-
anna sjálfra. Það mætti einnig orða
það þannig, að þar hefur almenn-
ingur sýnt, að hann lætur sig þessi
mál einhverju skipta.
Á fáum svæðum í Bandaríkjun-
um sýndi fólk það svo eindregið, að
það hafði brennandi áhuga á að
jyrirbyggja afbrot barna og ung-
linga. Tuttugu og sjö bæjar- og
sveitarfélög innan þessarar hrepps-
félagsheildar hafa myndað „stuðn-
ingsnefndir æskulýðsdómstóla“, en
í þeim sitja húsmæður, prestar,
kaupsýslumenn og starfsmenn inn-
an skátahreyfingarinnar. Þeim til
aðstoðar eru svo sautján starfsmenn
sem vinna beint að lausn einstakra
mála. Þeir vinna að minnsta kosti
einn dag í viku með nefndum þess-
um, og hefur þeim tekizt að finna
lausn á vandamálum fjölmargra
barna og unglinga og fjölskyldna
þeirra. Allt starf þeirra er einstak-
lingsbundið, þ.e. fjallað er um hvert
sérstakt mál á einstaklingsbundnum
grundvelli.
Samkvæmt þessu kerfi sleppa
mörg þau börn, sem brjóta lögin í
fyrsta skipti, við að vera kölluð
fyrir rétt. Þess í stað er málum
þeirra vísað til einnar af nefndum
þessum. Eftir það er ekki hægt að
kalla barnið fyrir rétt fyrir það af-
brot, sem um er að ræða. Starfandi
undirnefnd fjallar svo um alvarleg
tilfelli, rannsakar allar aðstæður
ýtarlega og skipuleggur hjálp og
meðhöndlun og sér um, að hún sé
veitt. í þessum undirnefndum eru
skólaráðgjafar og læknar.
Ef barn þarfnast einhvers starfs
til þess að afla sér nauðsynlegs
vasafjár, kernur til kasta borgara-
nefndarinnar. Sama er að segja, ef
allt of mikil þrengsli eru á heimili
barnsins eða um einhver önnur al-
varleg vandamál er að ræða. Það er
ekki langt síðan það kom fram, að
aðstæður fjölskyldu einnar vo,ru
slíkar, að átta börn á heimilinu
uiðu að sofa í sama herberginu.
Meðlimir borgaranefndarinnar
komu þá á vettvang með hamra og
sagir og reistu bráðabirgðaskilrúm,
þangað til unnt reyndist að finna
betri lausn.
Hreppsfélagið hefur komið á
laggirnar svonefndu barnaþorpi og
svo Oakiandbúðunum, þar sem þau
börn eru látin dvelja, sem nauðsyn-
legt hefur verið að kalla fyrir rétt.
Barnaþorpinu fylgir 57 ekru landar-
eign. Þar er um að ræða þrjár bygg-
ingar, sem líkjast helzt búgörðum.
Ein þeirra er fyrir börn, sem hald-
in eru ýmsum kvillum tilfinninga-
legs eðlis og eru því ekki í andiegu
jafnvægi. Mörg þeirra bíða þess að
komast á eitt af geðsjúkdómahælum
fylkisins. Önnur bygging er fyrir