Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 56

Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 56
54 ÚRVAL honum alla eplakökuna. Eftir það vissi hann gerla, hvaða rétti hann sóttist helzt eftir. Ég reyndi að sannfæra Jane um það, að þetta væru eins konar gull- hamrar frá bæjardyrum Jacks séð. En hún kærði sig ekkert um svo nærgöngula gullhamra. í rauninni kom henni og Jack ekki sem allra bezt saman. Hún var hrædd við hann, og hann vissi það. Þau yggldu sig hvort framan í annað. Kannske mátti rekja ástæðuna á vissan hátt til fyrirferðarmiklu, gráu kápunn- ar, sem Jane hafði keypt þá um veturinn. Þegar hún kom með hana heim, uppgötvaði hún sér til mik- illar skelfingar, að kápan var næst- um algerlega eins að lit og áferð og feldurinn hans Jacks. Við köll- uðum flíkina því „asnakápuna" hennar. Jack reisti upp eyrun og galopnaði augun, í hvert skipti sem hún klæddist henni í návist hans. „Frank“, sagði Jane stundum við mig. „Láttu hann hætta að stara svona á mig í sífellu"! Af sömu órökvísinni varð Jack ofboðslega hrifinn af honum herra Maclntosh, manni einum, sem fór á hverjum degi fram hjá götuhorn- inu okkar á leið til járnbrautar- stöðvarinnar. Eina hugsanlega skýr- ingin á þessum kærleika var sú, að Maclntosh klæddist jafnan glæsi- legum yfirfrakka úr kamelhári. . Ég var að raka mig á mánudags- morgni í desember, þegar hið hryllilega hróp: „Hann er sloppinn út“! barst að evrum mér neðan af neðri hæðinni. Eg æddi niður stig- ann, berfættur, í náttfötum einum fata og með raksápuna á andlitinu. Ég hægði ekki á mér, þaut í gegn- um húsið, út í garð og upp eftir götunni. Það snjóaði, og það hafði ekki verið mokað af gangstéttunum enn þá, svo að Maclntosh gekk í hjól- förum bílanna ásamt kunningja sín- um í áttina til járnbrautarstöðvar- innar. Þeir ætluðu að ná í lestina, sem fara skyldi klukkan 7.01. Skyndilega kom asninn á harðar- stökki til þeirra út úr hríðinni og „hemlaði“ beint fyrir framan Mac- Intosh. Vesalings maðurinn snar- stanzaði, er hann stóð augliti til auglitis við þessa furðuveru, sem kom þjótandi að honum utan úr hríðinni. Síðan reis Jack upp á aft- urfæturna án nokkurrar viðvörun- ar og lagði báða framhófana blíð- lega á axlir Macs. Á því augna- bliki kom ég æðandi á vettvang alvég lafmóður. É'g greip í taum- inn og dró Jack niður af öxlum herra Maclntosh. Augnaráð herra Maclntosh gaf til kynna, að honum hefði orðið talsvert um þetta. Hann sagði bara titrandi röddu: „Hann er anzi vin- gjarnlegur, er það ekki“? Upp frá þessu rumdi Jack alltaf hátt í kveðjuskyni til herra Mac- Intosh á hverjum morgni, er hann gekk fram hjá húsinu okkar og hann var sjálfur staddur úti við snúruna í garðinum. Það var margt, sem vakti forvitni Jacks. Hann elskaði vasaklúta, sem stóðu upp úr rassvösum. Og hann gat fjarlægt þá með snilli hins æfða vasaþjófs. Hann elskaði líka tölur og hnappa. Hann teygði hausinn fram, sneri honum síðan svolítið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.