Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
búið er að fjarlægja gallaða kass-
ann.
Þessi framleiðsla kann að virð-
ast einföld í stórum dráttum, en
hér er ekki öll sagan sögð, því ýmsa
erfiðleika þarf að yfirstíga. Við-
skiptavinirnir vilja kaupa sitt
whisky í mismunandi umbúðum og
flöskustærðum. Hjá John Walker
eru hvorki meira né minna en 800
mismunandi útgáfur umbúða með
Johnnie Walker Whisky, og skapar
þetta augljóslega margs konar erf-
iðleika. Þá er í mörg horn að líta,
þar sem markaðurinn spannar all-
an heiminn, og má lítið útaf bera
að ekki fari illa, eins og til dæmis
áður en hafnarverkamenn hófu sitt
langa verkfall í Bandaríkjunum,
þá varð að flytja þangað geysimik-
ið magn af whisky til þess að fyrir-
byggja skort.
John Walker & Sons var gert að
hlutafélagi árið 1886 með aðalstöðv-
ar í St. James’s stræti í London og
þaðan er stjórnað hinu geysimikla
sölukerfi, sem nær yfir 100 þjóð-
lönd og hefur gert fyrirtækið eina
mestu gjaldeyristekjulind Eng-
lands og fært því mestu viðurkenn-
ingu ensks iðnaðar: THE QUEEN’S
AWARD TO INDUSTRY.
Það er skammvinn skemratun að pissa í skó sinn.
íslenzkur málshdttur.
Sterkur verður vansvefta veikur.
íslenskur málsháttur.
Svarta ihöllin er fangelsi fyrir utan Mexicóborg. Það er sennilega
eina fangelsið í viðri veröld, sem leyfir föngum sínum að hafa konu
sína og börn >hjá sér í klefanum.
1 drengjaskóla i Tansaníu er skólaborðunum hlift þannig, að nem-
endur fá að rista nöfn i hverjá stofu, sem þeir mega krassa og rista
nöfn sín í.
Ung og hámenntuð kona segir: „Fjögur ár í háskólanum, og hvern
hefur maður svo haft upp úr krafsinu?"
Gömul kona segir um hinn æruverðuga prest sinn: „Sex daga vik-
unnar er hann ósýnilegur og sjöunda daginn er hann óskiljanlegur."
Sætt er svikabrauðið, en eftir á fyllist munnurinn af möl.