Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 42

Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 42
40 ÚRVAL kallaði Nasser meira að segja „kæra bróður". Þótt á ýmsu hafi gengið í sam- búð Egypta og Arabaríkjanna síð- an, tókst Nasser að halda við áhrif- um sínum í Arabaheiminum, jafn- vel eftir hið mikla áfall sem ósig- urinn fyrir ísraelsmönnum í Sex daga stríðinu varð honum og öllum Aröbum. Þótt vinsældir Nassers minnkuðu heldur við ósigurinn, var nafn hans enn sem fyrr töfraorð og Arabar dýrkuðu hann sem ævin- týrahetju úr Þúsund og einni nótt. Og þótt á ýmsu gengi í sambúðinni við Rússa, rofnaði sambandið al- drei við þá, og síðan í Sex daga stríðinu hafa áhrif þeirra verið yf- irgnæfandi í Egyptalandi. Sambúð Nassers við Vesturveldin var jafn- an stirð, og Arabar dáðust að hon- um fyrir að þora að bjóða vestræn- um ríkjum byrginn. Nasser var sannarlega eins mikil andstæða fýrirrennara síns á valda- stóli í Egyptalandi, hins gjörspillta Faruks konungs, og frekast var hægt að hugsa sér. Hann barst alla tíð lítið á og flíkaði ekki einkalífi sínu hið minnsta. Hann hélt áfram að búa í gamla húsinu sínu eftir að hann var orðinn valdamesti mað- ur Egyptalands. Faðir hans hélt áfram starfi sínu hjá póststjórn- inni. Nasser var ekki öfgafullur Múhameðstrúarmaður, en hafði þó í heiðri þann gamla sið þeirra að láta ekki konu sína koma fram op- inberlega. Hann hélt áfram sömu gráðu í hernum og hann hafði fyrir byltinguna og klæddist jafnan borg- aralegum fötum. Hann var með af- brigðum starfssamur, vann stund- um jafnt á nóttu sem degi. Hann var viljasterkur og einbeittur og hugrakkur í þess orðs beztu merk- ingu. í stríðinu við ísraelsmenn 1948 særðist hann tvisvar sinnum og var í hópi hinna egypzku ofur- huga á Negeveyðimörkinni, sem neituðu að gefast upp, eftir að þeir höfðu verið umkringdir. Haustið 1954 var skotið að Nass- er átta skotum, þegar hann hélt ræðu í Alexandríu, en hann var svo lánsamur að særast ekki. Hann rauf þá algeru þögn, sem sló á mannfjöldann, með því að hrópa hátt skj álfandi. röddu: — Látum þá drepa mig! Ég er þegar búinn að koma á frelsi í Egyptalandi og endurvekja virð- ingu okkar og stolt. Undir stjórn Nassers ríkti jafn- vægi í Egyptalandi, þrátt fyrir mikla erfiðleika þjóðarinnar bæði innanlands og í samskiptum við ná- grannaþjóðir. Hann var gæddur ótvíræðum forustuhæfileikum, sem áunnu honum traust milljóna manna, ekki aðeins í Arabaheimin- um, heldur einnig víða um lönd. Síðasta verk Nassers var skerfur hans til samkomulags þess, sem tókst milli Husseins Jórdaníukon- ungs og Yassers Arafat skæruliða- foringja og batt endi á hina blóð- ugu borgarastyrjöld í landinu. Nasser hafði verið heilsuveill um alllangt skeið, þjáðst af sykursýki og verið veill fyrir hjarta. Nokkr- um sinnum hafði hann leitað sér heilsubótar i Sovétríkjunum á und- anförnum árum. Líflæknar hans fullyrtu, að ofþreyta hefði flýtt fyr- ir dauða hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.