Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
kallaði Nasser meira að segja „kæra
bróður".
Þótt á ýmsu hafi gengið í sam-
búð Egypta og Arabaríkjanna síð-
an, tókst Nasser að halda við áhrif-
um sínum í Arabaheiminum, jafn-
vel eftir hið mikla áfall sem ósig-
urinn fyrir ísraelsmönnum í Sex
daga stríðinu varð honum og öllum
Aröbum. Þótt vinsældir Nassers
minnkuðu heldur við ósigurinn, var
nafn hans enn sem fyrr töfraorð
og Arabar dýrkuðu hann sem ævin-
týrahetju úr Þúsund og einni nótt.
Og þótt á ýmsu gengi í sambúðinni
við Rússa, rofnaði sambandið al-
drei við þá, og síðan í Sex daga
stríðinu hafa áhrif þeirra verið yf-
irgnæfandi í Egyptalandi. Sambúð
Nassers við Vesturveldin var jafn-
an stirð, og Arabar dáðust að hon-
um fyrir að þora að bjóða vestræn-
um ríkjum byrginn.
Nasser var sannarlega eins mikil
andstæða fýrirrennara síns á valda-
stóli í Egyptalandi, hins gjörspillta
Faruks konungs, og frekast var
hægt að hugsa sér. Hann barst alla
tíð lítið á og flíkaði ekki einkalífi
sínu hið minnsta. Hann hélt áfram
að búa í gamla húsinu sínu eftir
að hann var orðinn valdamesti mað-
ur Egyptalands. Faðir hans hélt
áfram starfi sínu hjá póststjórn-
inni. Nasser var ekki öfgafullur
Múhameðstrúarmaður, en hafði þó
í heiðri þann gamla sið þeirra að
láta ekki konu sína koma fram op-
inberlega. Hann hélt áfram sömu
gráðu í hernum og hann hafði fyrir
byltinguna og klæddist jafnan borg-
aralegum fötum. Hann var með af-
brigðum starfssamur, vann stund-
um jafnt á nóttu sem degi. Hann
var viljasterkur og einbeittur og
hugrakkur í þess orðs beztu merk-
ingu. í stríðinu við ísraelsmenn
1948 særðist hann tvisvar sinnum
og var í hópi hinna egypzku ofur-
huga á Negeveyðimörkinni, sem
neituðu að gefast upp, eftir að þeir
höfðu verið umkringdir.
Haustið 1954 var skotið að Nass-
er átta skotum, þegar hann hélt
ræðu í Alexandríu, en hann var
svo lánsamur að særast ekki. Hann
rauf þá algeru þögn, sem sló á
mannfjöldann, með því að hrópa
hátt skj álfandi. röddu:
— Látum þá drepa mig! Ég er
þegar búinn að koma á frelsi í
Egyptalandi og endurvekja virð-
ingu okkar og stolt.
Undir stjórn Nassers ríkti jafn-
vægi í Egyptalandi, þrátt fyrir
mikla erfiðleika þjóðarinnar bæði
innanlands og í samskiptum við ná-
grannaþjóðir. Hann var gæddur
ótvíræðum forustuhæfileikum, sem
áunnu honum traust milljóna
manna, ekki aðeins í Arabaheimin-
um, heldur einnig víða um lönd.
Síðasta verk Nassers var skerfur
hans til samkomulags þess, sem
tókst milli Husseins Jórdaníukon-
ungs og Yassers Arafat skæruliða-
foringja og batt endi á hina blóð-
ugu borgarastyrjöld í landinu.
Nasser hafði verið heilsuveill um
alllangt skeið, þjáðst af sykursýki
og verið veill fyrir hjarta. Nokkr-
um sinnum hafði hann leitað sér
heilsubótar i Sovétríkjunum á und-
anförnum árum. Líflæknar hans
fullyrtu, að ofþreyta hefði flýtt fyr-
ir dauða hans.