Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 95
BÖRN í NAUÐUM STÖDD
93
hræðilegur, einkum þeim, þar sem
lögreglustjóranum eða fangelsis-
stjóranum er borguð viss þóknun á
dag fyrir hvern fanga. Ástæðan er
sú, að fangelsisstjórinn getur stung-
ið öllu því í eigin vasa, sem hann
getur sparað í matarkaupum handa
föngunum. í fangelsi einu í Suður-
Karólínufylki fá unglingarnir að-
eins súpu og baunir. í öðru fangelsi
fá þeir aðeins brauð og mjólk úr
þurrmjólkurdufti í kvöldmatinn á
hverjum degi, einnig sunnudögum.
Þessi stefna gæti í rauninni hvatt
lögreglustjórann til þess að láta
fangelsa sem flest börn, því að hann
græðir þeim mun meira því fleiri
sem fangarnir eru.
Einn versti ljóðurinn á betrunar-
stofnunum okkar er skorturinn á
störfum og viðfangsefnum fyrir virk
og starfsöm börn og unglinga, sem
eiga erfitt með að híma aðgerðar-
lausir langtímum saman. í betrun-
arstofnun einni í Indianafylki eru
unglingspiltar látnir fara í rúmið
klukkan átta vegna skorts á starfs-
fólki. Verðir fara með drengina út
til leikja í stutta stund eftir kvöld-
mat, en þó bara „þegar þeir eru
sjálfir í skapi til slíks“, en það er
í mesta lagi einu sinni í viku að
vetrinum. Hvaða eðlilegir foreldrar
með fullu viti og ótruflaðir á geðs-
munum mundu læsa börn sín inni í
herbergi klukkustundum saman
ásamt 15 eða 20 öðrum börnum eða
unglingum úr nágrenninu viku eft-
ir viku og þar að auki án nokkurra
möguleika til þess að taka sér nokk-
uð fyrir hendur?
Flest fylkjanna eru brotleg í þessu
efni. Ég komst að því, að 175 piltar
EIRlKUR ÁSGERSSON,
FORSTJÖRI
E'iríkur Ásgeirsson er fæddur
1. júlí 1921 að Flateyri við Ön-
undarf.iörð. Foreldrar hans eru
Ásgeir Guðnason, kaupmaður,
og Jensína Eiríksdóttir. Eirlkur
lauk prófi frá Verzlunarskóla
Islands árið 1942. Að námi
ioknu stundaði hann ýmiss kon-
ar skrifstofustörf hjá Mjólkur-
samsölunni. Agli ViHhjálmssyni
hf. og Halldóri Eiríkssyni og
Co. Hann var skrifsto.fustjóri
borgarlæknisembættisins 1948—
51, en gerðist iþá forstjóri
Strætisvagna Reykjavíkur og
hefur gegnt því star.fi síðan.
Hann hefur gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum, m.a. verið for-
maður þjóðihátíðarnefndar
Reykjavíkur. Eiríkur er kvænt-
ur Katrínu Oddsdóttur.