Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
-*>k
smasögur
, um
stormenm
*
MARGT hefur verið skrifað um
Þuríði Sveinbjarnardóttur Kúld,
konu séra Eiríks Kúld í Flatey.
Matthías Jochumson segir meðal
annars þannig frá henni í „Sögu-
kaflar af sjálfum mér“:
„Frú Þuríður Kúld var mesta
skartkonan í eynni, bráðgáfuð, fríð
og stórmannleg yfirlits, en með
bjúgar herðar. Hún var og mennt-
aðasta konan í því héraði öllu...
Kom það nokkuð oft fyrir, að hún
væri ónotaleg við mann sinn, svo
sem þegar hún sneypti hann og
hundsaði, er hann hvað mest var að
dekra við hana ... Hafði hann og
lítið lag á henni og var enginn kar-
aktér maður — gagnvart henni a.
m.k. Lakast var, að hann hlýddi
kenjum hennar í blindni ...
Hún var og afarmikið gjörn til
glaðværða, unz bar fór fram úr hófi;
skipti bóndi hennar sér lítið af því
né öðrum háttum hennar, og voru
þá sjaldan aðrir að skemmta henni
en misjafnt ungviði, einkum
kennslupiltar prests, og nokkrar
stúlkur, sumar heldur kátar. Lenti
þá allt í ólátum, jólaleikjum og ann-
arri vitleysu, t.d að vera úlfur eða
tófa og lamb, flökkukindur o.s.frv.;
brotnuðu þá borð og bekkir, unz allt
var komið í uppnám. Einu tók frú-
in þó hart á: enginn mátti brúka
klúryrði, og rustaskapur var henni
viðbjóður; vissa fegurð og kurteisi
heimti hún af öllum, enda fengu
ekki aðrir en útvaldir fulla að-
göngu. En skop og keskni var henni
stundum vel að skapi, ef einhver
fyndni fylgdi, og þar var ég veikur
fyrir og lét þar oftlega of mikið eft-
ir henni. Meinlaus maður, en held-
ur búralegur, kom eitthvert sinn
inn í stofuna og stóð og talaði við
prestinn. Eg sat þar nærri og talaði
við frúna. Þá lýtur hún að mér og
hvíslar:
„Bölvaður beinasninn,
Benjamín í Múla.
Bættu við.“
Ég svara:
„Kasúldinn kálhausinn,
keytan ramfúla.“
Slíkt og engu betra kom oft fyr-
í HANASTÉLSBOÐI í Hollywood
hélt ríkisbubbi uppi samræðum og
talaði hátt og þá einkum um sjálfan
sig. Lét hann í það skína, að hann
hefði haft mök við ýmsar frægar
og fagrar konur. Gumaði hann mjög
af viðskiptum sínum .við konur.
Leikkonan Sophia Loren, sem var
í samkvæminu, gat loks ekki orða
bundizt: