Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 73
EYJAN, SEM ER KIRKJUGARÐUR SKIPA
71
Hér má sjá hvernig sjórinn skolar burt vesturenda eyjarinnar.
verjar tóku nú að róa til lands, en
bátnum hvolfdi umsvifalaust í hin-
um mikla brimgarði. Drengnum
tókst að halda sér í bátnum, algjör-
lega í kafi, á meðan hann var dreg-
inn að skipinu aftur. Báturinn var
réttur við og önnur tilraun gerð, og
þá tókst Harold að bjarga sér í land.
Hið litla þorp á Sable saman-
stendur af 2 timburhúsum, og eru
þar til húsa umsjónarmaður eyjar-
innar og forstjóri radíóstöðvarinnar,
þá nokkrir aluminiumskúrar, sem
gerðir eru til að standast sandfok,
en í þeim búa aðrir starfsmenn ný-
lendunnar. — Þarna er rafmagns-
stöð, vörugeymsla, bátaskýli, tré-
og járnsmíðahús og skipbrotsmanna-
skýli.
Nokkur önnur hús eru þarna einn-
ig á víð og dreif, sem ekki er búið í,
eitt þeirra er gamla björgunarstöð-
in, en þar eru geymdir minjagripir
frá skipum, sem strandað hafa við
Sable. Þar eru viðir úr skipum,
negldir á veggi, siglutré og spírur,
hlutar úr bj örgunarbátum o.fl. Þög-
ul vitni, grimmilegra örlaga þeirra
skipa, sem þarna hafa borið að landi.
Rafstöðin veitir íbúum margskon-
ar þægindi. Þeir hafa kæliskápa,
þvottavélar og útvarp, auk þess
veitir stöðin ljósvitunum orku til
hinna 16 mílna löngu ljósgeisla.
Gnægð er af fersku vatni. Sandur-
inn drekkur í sig rigningarvatn eins
og þerripappír.
Til dægrastyttingar stunda eyja-
búar mikið bóklestur og bréfaskrift-
ir. A helgum koma þeir saman í
loftskeytastöðinni, þar sem þeir geta
talað við vini og vandamenn á meg-