Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 110
108
Við höfum talsmenn fyrir ýmis
hagsmunasamtök, sem reka áróður
í höfuðborg okkar og reyna að'hafa
áhrif á gang mála í ríkisstofnunum
okkar og sjálfu þjóðþinginu, svo
sem talsmenn þjóðvegalagningar og
viðhalds, bankastarfsemi og áfeng-
isframleiðslu. En enginn talar þar
máli barnanna, þrátt fyrir það að á
þessari stundu er verið að mis-
þyrma fjölda barna og unglinga á
miskunnarlausan hátt og hrinda
þeim út á glæpabraut, þar sem
harðneskjan ræður ríkjum og leggja
grundvöll að lífsferli, sem lifað
ÚRVAL
verður í niðurlægingu og örvænt-
ingu.
Þekkingin og meðhöndlunar- og
þjálfunaraðferðirnar, sem haldið
geta börnum þessum og unglingum
frá fangelsunum eða beint þeim á
rétta braut, sem þegar hafa gist þau,
eru fyrir hendi, svo framarlega sem
við höfum nægilega samúð og þol-
inmæði til að bera til þess að
fryggja góðan árangur. Slíkt er hið
eina, sem getur bundið enda á þenn-
an grimmilega harmleik þeirra
barna okkar, sem eru í nauðum
stödd.
Húsmóðirin segir, þegar hún er á leið á útsölu: „Æ, það vildi ég, að
ég sæi nú ekkert, sem mig langar til að kaupa.“
I<ona, sem var orðin margfaidur doktor og allt vissi, gaf eftirfarandi
skýringu á því, hvers vegna hún væri ógift: ,,Þú skilur, að þeir, sem
öllu geta svarað, eru aldrei spurðir."
Sir Alexander Fleming, er fann upp penicilinið, tók við Nobelsverð-
laununum í læknisfræði í Stokkhólmi árið 1945. Þegar hann tók á móti
verðlaununum, vnr hann með slæmt kvef. Meðan á athöfninni stóð,
þurfti hann að nota vasaklútinn sinn æ ofan í æ. Og hann >var enn að
sjúga upp í nefið, þegar hann fór. Augu hans voru rauðleit, og það
rann úr þeim. Einn af embættismönnunum við athöfnina hristi höfuðið
fullur samúðar og sagði við hann: „Alveg gagnslaust við kvefi?“
E. E. Edgar.
1 hvert sinn og visindin gera uppgötvun, grípa djöflarnir hana, á
meðan englarnir eru að ræða um, hvernig bezt sé að nota hana.
Alan Valentine.
Menn spurðu heimspekinginn Þales, hvað elzt væri allra hluta Hann
svaraði: „Guð. þyí að tilvera hans er án upphafs." Hvað væri fegurst:
„Heimurinn, því að hann er verk Guðs.“ Hvað væri stærst: „Hugurinn,
því að hann hleypur gegnum allt.“ Hvað væri sterkast: „Dauðinn, því
að hann sigrar allt.“ Hvað væri vitrast: „Tíminn, þvi að hann leiðir allt
i ljós.“