Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 51
ÁSNÍNN SEM KOM ÖLLUM í GOTT SKAP
49
þau ferlegu óhljóð, sem að eyrum
okkar bárust, að það mætti helzt
líkja saman hvellhljóði pínulítils
flugelds við þrumur langdrægrar
fallbyssu. Hljóð þetta hófst með
nístandi, blístrandi skræk, sem
stóð í 15 sekúndur, og lækkaði síð-
an og breyttist í runu af djúpum
lungnastunum, þrungnum grófum
og rámum titringshljóðum, sem
helzt væri hægt að lýsa með hljóð-
rituninni „uh-AWNGHK“.
Þetta var endurtekið fjórum
sinnum. Hljóð þessi tilkynntu okk-
ur skýrt og skorinort líkt og lúð-
urhljómur herbúðanna: „Ég er
vaknaður. Allir ættu að vera vakn-
aðir. Komið hingað strax og gefið
mér að éta.“ Skal gert, herra! Þeg-
ar „awnghk“ kvað við í þriðja sinn,
var ég að fljúga niður stigann.
Ég sveiflaði bílskúrshurðinni upp
á gátt. Og þá var mér samstundis
heilsað með blautri, slepjulegri
snoppu beint á munninn, og koss-
inum fylgdi frýsandi blástur. Asn-
inn var alls ekki á básnum sínum!
Ég kveikti á eldspýtu. Þegar við
byggðum básinn, höfðum við fyrst
lagt plankagólf, en undir það höfð-
um við sett þrjá þunga planka. í
einu horni bássins var hilla, og
höfðum við breytt henni í jötu. Og
við hillu þessa höfðum við neglt
risavaxinni álþotu, sem Alison not-
aði á veturna til þess að renna sér
niður snævi þaktar brekkur. Þetta
var Omolenefóðurkassinn hans.
Svo hafði ég sett rimlahlið við enda
bássins, og sá ég nú, að það hafði
verið heimskulegt af mér að hafa
það ekki sterkara.
Rimlahlið úr sambærilega þykk-
um plönkum höfðu alltaf nægt fyr-
ir hestana og kýrnar, sem ég hafði
kynnzt, er ég var lítill drengur og
átti heima í norðurhluta New
Yorkfylkis. Asninn hafði bara bitið
utan um plankana og fjarlægt þá
með því að ganga út á hlið, þang-
að til þeir losnuðu úr hliðargróp-
inni, sem þeir lágu í. Mér fannst
þetta stórsnjallt af honum. En ég
átti eftir að komast að því, að
þetta voru hreinustu smámunir
samanborið við ýmislegt, sem hann
átti eftir að afreka.
Upp frá þessu breyttist líf okkar
í endalausan innilokunarleik. Næsta
kvöld batt ég plankana í báshlið-
inu rammlega fasta. Þá nagaði
hann bara snærin í sundur og labb-
aði út á hlið eins og áður, þangað
til plankarnir losnuðu. Ég boraði
göt á plankana og rak þykka tré-
nagla í götin. Hann braut þá tré-
naglana og togaði bútana út með
tönnunum.
Það var ekki svo að skilja, að
hann nyti meira frelsis, eftir að
honum hafði tekizt að komast af
básnum. Bílskúrinn okkar var svo
sem ekki nein höll. Honum var
bara meinilla við að vera lokaður
inni. Ég held, að hann hafi líka
viljað sýna mér fram á, að ég væri
ekki allt of vel gefinn. Svo þegar
hann hafði losnað af básnum, stóð
hann þarna bara og horfði á mig
hreinsa draslið. Hann lagði þessi
risavöxnu eyru aftur með hálsin-
um, lukti augunum aftur til hálfs,
og á grárri snoppunni hvíldi
ánægjubros, sem ætlaði að gera
mann vitlausan.
Að síðustu fann ég ráð til þess