Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 127

Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 127
SLÚÐURSÖGUR 125 fyrir ærumeiðingar. En við hjónin höfðum lært það fyrir löngu, að tíminn er bezti læknirinn og ákváð- um því að hugsa málið um skeið, í stað þess að rjúka beint til lögfræð- ings. Og eitt af því, sem okkur kom þá til hugar var það, að fyrst ein saga var komin á kreik um okkur, mætti eins búast við að þær væru fleiri. Og það reyndist líka svo. Vinur- inn, sem flutti okkur fyrstu söguna varð síðar, á móti vilja sínum, að segja okkur fleiri. Umhverfis landareign okkar er átta feta hár veggur, og svo virðist, sem sumum í þorpinu finnist óskilj- anlegt, að nokkur hafi slíkan vegg til annars en þess, að fela eitthvert — athæfi, og hvað okkur snerti, var það alveg vafalaust. Sú saga komst einnig á loft, er við hjónin fórum eitt sinn í bílferð saman, að við mundum vera skilin. Ég vildi fá skilnað og maðurinn minn væri far- inn heim til móður sinnar! Síðar komst ég að raun um, að þessi saga var þannig til komin, að maðurinn minn hafði verið kvaddur í síma í viðskiptaerindum, er hann var að leika golf. Ég svaraði í sím- ann og sagðist mundu koma boðun- um til hans jafnskjótt og ég næði til hans. Ég gat þess ekki, hvenær það mundi verða, ég hef of lengi verið gift golfleikara, til þess að láta slíkt henda mig. Að vissu leyti var þessi skilnaðar- saga hlægileg. Og þó ákaflega hvim- leið. því að við erum hreykin af því hve gagnkvæm ást okkar hefur enzt vel og lengi. Óþarfi er að geta þess, að við höfð- um ekki dvalið mörg ár á sama stað, án þess að heyra sögusagnir um aðra. Og það skal játað, að þessar sögur voru það forvitnilegasta sem við heyrðum um samborgara okkar. En þar sem við sjálf höfðum nú orðið fyrir aðkasti, fórum við nú í fyrsta sinn að hugleiða, hve mikið satt mundi vera í sumum þeim sög- um, sem við höfðum heyrt um aðra. Nú létum við okkur ekki nægja að gleypa við slíkum sögum athuga- semdalaust, að minnsta kosti ekki án nokkurrar eftirgrenslunar. Við settum því á fót svokallaða „Upp- lýsingaskrifstofu um sögusagnir". Á allra síðustu mánuðum höfðu komizt á loft þrjár meiri háttar hneykslis- sögur, auk sögunnar um okkur, og við tókum okkur nú fyrir hendur, að grafast fyrir um sem nákvæmast, á hverju þær væru reistar. Hin fyrsta var um hr. A, sem var sagður berja konu sína með ákveðnu millibili. Svo virtist, sem eitthvað væri til í þessu, því að nágrannar þeirra heyrðu greinilega ópin í henni. Mannorð hr. A var þar með eyðilagt og atvinna hans lögð í rúst. Vandleg eftirgrenslun um fortíð mannsins leiddi í ljós, að hann hafði verið einn af hetjum heimsstyrjald- arinnar. Hann hafði orðið fyrir gas- eitrun og hj úkrunarkona hans hafði fellt ástarhug til hans og gengið að eiga hann, þótt henni væri full- kunnugt um, að hann mundi við og við fá stutt geð.veikiköst, og mundi þá vera vís til alls. Læknarnir höfðu sagt henni að með umhyggju og ástúð mundi hann ná sér að fullu. Allt til þess að hann veiktist af þessum sjúkdómi, hafði hann verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.