Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 80
Langvarandi eða hægfara gláka er
venjulega arfgehgur sjúkdómur.
GLÁKA-
sjúkdómur efri áranna
ægfara gláka einkennist
af auknum þrýstingi
ji'- innan augans. Þrýst-
5i(- ingurinn vex smátt og
•)}(• smátt, stundum á
& fjöldamörgum árum og
eyðileggur smám saman hina við-
kvæmu, fíngerðu þræði augntaug-
arinnar, er flytja til heilans mynd-
irnar, sem augað tekur.
Þegar þessir þræðir eru einu sinni
eyðilagðir, verða þeir aldrei endur-
bættir eða endurnýjaðir. Eyðilegg-
ing þeirra fylgir ákveðnum lögum,
sem orsaka sjóntap til hliðanna og
að ofan og neðan, en miðsvið sjón-
arinnar helzt óskaddað, þangað til
sjúkdómurinn er langt genginn. Út-
koman verður sú, að sjúklingurinn
getur séð greinilega og vel til að
lesa og þekkja andlit, en getur átt
það til að reka sig á stóla og dyr,
vegna þess að þegar hann horfir
beint fram, sér hann takmarkað til
hliðanna, upp og niður. Þetta sjón-
tap er venjulega orðið alvarlegt
áður en sjúklingurinn gerir sér
grein fyrir því.
Venjulega eru engir verkir sam-
fara þessu hægfara sjóntapi, og útlit
augnanna er eðlilegt. En með tíman-
um finnur sjúklingurinn, að eitt-
hvað er bogið við sjónina: eins og
glýja fyrir augunum eða þokusýn
líkt og rosabaugur í kringum ljós.
En þá er sjúkdómurinn kominn á
hátt stig.
Langvarandi eða hægfara gláka er
venjulega arfgengur sjúkdómur. Ef
'einhver í fjölskyldunni er með gláku
ætti að rannsaka ættingjana reglu-
lega, til þess að sjúkdómurinn sé
greindur í tíma, meðan hann er enn
á fyrstu byrjunarstigum. Glákan er
sjaldgæf innan 40 ára aldurs, en
verður algengari með hækkandi
78
Fréttabréf um heilbrigðismál —