Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 53
ASNINN SEM KOM ÖLLUM í GOTT SKAP
51
ingu og helköldum ótta. Og ótti
þessi var nú svo sterkur, að ég
fann, að ég varð að taka eitthvað
til bragðs. Viðbrögð mín við þess-
ari óttakennd, sem gagntók mig,
voru ofboðslega snögg. Ég tók á
rás í gegnum eldhúsið og þaut út
um hliðardyr í áttina á eftir asn-
anum.
Asninn hafði svifið niður af garð-
flötinni okkar niður á Bayview-
stræti, enda var brúnin aðeins 3
fet á hæð. Og svo hafði hann hald-
ið niður að bensínstöðinni hans
Buckowski, en hún er á horn-
inu á móti. Þar stóð hann ósköp
rólegur innan um bílana og reyndi
alls ekki að komast undan, þegar
ég kom móður og másandi og gerði
mig líklegan til þess að grípa
dauðahaldi í múlbandið hans. Hann
vildi ekki yfirgefa bensínstöðina.
Bílar, vélar og bensínstybba, allt
slíkt var í nánum tengslum við vel-
líðunarkennd hans, því að þetta var
honum allt gamalkunnugt. Hann
hafði verið fluttur út um allt í
vörubílum frá einum kosninga-
fundinum til annars mestan hluta
sinnar stuttu ævi. (Hann var að-
eins um ársgamall um þetta leyti).
Hann hlýtur að hafa fylgzt með
öllu, sem fram fór á bensínstöðinni
undanfarið. í hans augum voru
slíkir staðir eins konar þunga-
miðja lífsins.
SKROPPIÐ Á BAK AÐ
KVÖLDLAGI
Um hríð kölluðum við hann bara
„asnann“. En dag einn spurði
mjólkursendilinn Melissu: „Hvað
heitir hann?“ Hún var ekki allt of
vel heima í stjórnmálum landsins,
enda aðeins fimm ára. Hún vissi
bara, að asninn og forseti demo-
krata voru á einhvern hátt í nán-
um tengslum. Því svaraði hún:
„Hann heitir Jack.“
Ég var að borða morgunverð,
þegar þetta samtal átti sér stað. Ég
heyrði, að mjólkursendillinn fór að
hlæja. Svo spurði hann: „Nú, en
hvað heitir hann þá að eftirnafni?"
Hún svaraði dálítið snúðugt:
„Hans fulla nafn er Jack Fitzger-
ald Kennedy.“ Og þannig atvikað-
ist það, að hann hlaut nafnið Jack.
Hann var dugmikill og tryggur fé-
lagi, og ég er viss um, að forsetan-
um hefði ekki mislíkað, þótt hann
hefði frétt af nafngift þessari.
Fólkið í Port Washington tók því
yfirleitt af miklu umburðarlyndi
að fá Jack fyrir nágranna. Öll dag-
blöðin birtu vinsamlegar sögur um
hann og heimilið hans í bílskúrn-
um okkar, og margir velunnarar
Jacks komu til þess að líta á hann
og heimili hans. Auðvitað fengum
við líka nokkrar kvartanir, og það
leið ekki á löngu, þangað til opin-
berir embættismenn tóku einnig að
heimsækja okkur.
Einn hinna fyrstu þeirra var risa-
vaxinn maður í einkennisbúningi,
sem kom gangandi upp eftir garð-
stígnum okkar dag einn með spjald
í hendinni. „Ég er frá dýravernd-
unarfélaginu,“ tilkynnti hann. Og
við fölnuðum öll. „Mér skilst, að
þið hýsið asna hér.“ Þegar ég
heyrði orðið „hýsið“, fann ég til
fiðrings við vinstra munnvikið.
Við fylgdum honum þegjandi út
í byrgið í bílskúrnum. Hann virt-