Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 44

Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 44
42 ÚRVAL TILBEIÐSLA Þrátt fyrir sitt eingraða líf krefst Gréta Garbo aðdáunar og hún er stöðugt dýrkuð. Miss Garbo heldur sig innan veggja í 6 herbergja íbúð sinni við East 52nd Street, og það er sjald- gæfur viðburður að hún komi í samkvæmi eða sjáist í leikhúsi. En gangi hún á götu er straumur fólks á eftir henni og bílflautur gjalla er Cadillacinn hennar brunar fram hjá. Það verður að viðhafa ströngustu siðareglur þegar Garbo er annars vegar. Gamlir vinir eins og Chapl- in mega kalla hana Grétu. Góðir kunningjar, en þeir eru ekki marg- ir sem geta státað af því — fá leyfi til að segja — GG —. Síðan kemur Miss G, en flestir verða að láta sér nægja Miss Garbo. Það hendir líka oft að hún í síma neitar að vera Garbo og notar nafnið miss Brown. Þessir duttlungar eru ekki nýtt fyrirbæri. f rauninni hefur Gréta Garbo þverbrotið allar reglur á ár- unum sem liðin eru síðan hún var búðarstúl’kan Gréta Gústafsson í Stokkhólmi. Garbo hefur eiginlega aldrei verið talin fögur í þess orðs fyllstu merkingu. Hún hafði merki- legt göngulag, sem hún gat ekki eða vildi ekki breyta, fæturnir voru of stórir og hún brosti sjaldan og hló aldrei. Samt vildu allar konur líkjast henni. HÚN HVARF Gréta Garbo hefur aldrei borið frúartitil og í dag býr hún með ráðskonu sinni og einkaritara, sem sér um allar hennar þarfir. Hennar eina ást — Mauritz Still- er — lézt fyrir 40 árum og kunn- ugir segja að hún syrgi hann enn í dag. Það er samt í minnum haft hve viðkvæmnislaust hún tók til- kynningunni um dauða Stillers og hve snarlega hún sneri sér að kvik- myndaupptökunni aftur eftir lestur skeytisins. Síðar var mikið rætt um fyrirhugað hjónaband Garbo og kvennagullsins John Gilbert. Gréta Garbo tók öllum ástarjátningum stjörnunnar með stóiskri ró, en hreifst af honum á vissan hátt. Þeg- ar svo að því kom að Gilbert hóf upp bónorðið, gerði Garbo sér lítið fyrir og hvarf í margar vikur. John Gilbert beið þolinmóður langa hríð, en loks kom að því að hann gafst upp og seldi hundrað þúsund doll- ’ara lystisnekkjuna er Garbo hafði átt að fá í morgungjöf. Er það barst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.