Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 29
Leningradballettinum eru
tengdar hugmyndir um fegurstu
hefðir rússneska ballettsins.
BALLETTINN
I
LENINGRAD
allettflokkur akadem-
íska óperu- og ballett-
leikhúss S. M. Kírofs í
Leníngrad (Marinski
leikhúsið fyrir bylt-
ingu), tilheyrir með
réttu þeim listamannahópum heims-
ins, sem hæst standa að listrænni
tjáningu. Þegar minnzt er á ballett-
inn í Leníngrad koma ósjálfrátt upp
í hugann orð Leníns, þau er hann
mælti stuttu eftir byltinguna: „Ball-
ett, leikhús, ópera, sýningar á nýrri
og nýtízkulegri málara- og högg-
myndalist — þetta allt mun sanna
mörgum erlendis, að við bolsjevik-
arnir erum ekki eins hræðilegir
villimenn og þeir héldu.“
Leníngradballettinum eru tengd-
ar hugmyndir um fegurstu hefðir
rússneska ballettsins. Einmitt hér
voru settar upp fyrstu sýningarnar,
sem mörkuðu stefnu sovézka ball-
ettsins, og hér litu ljós verk, sem
höfðu áhrif á framtíð sovézkrar
danssköpunar.
Alfyrsta verkefni leikhússins eft-
ir októberbyltinguna árið 1917 var
þjálfun nýrra starfskrafta og und-
.irbúningur nýrrar stefnuskrár, þar
sem varðveittar voru hefðir rúss-
neskra og erlendra klassískra dansa.
Agrippína Vaganova, prófessor í
listdansi, lagði mikið af mörkum
til þessa ætlunarverks. Frá henni
er kominn mestur hluti sovézkra
ballettdansmeyja og meðal þeirra
voru heimsfrægar dansmeyjar, s. s.
Marína Semjonova, Galína Úlanova
og Natalía Dúdínskaja.
Eftir byltinguna vann mestur
hluti ballettflokksins að fram-
kvæmd nýrra verkefna, sem stjórn
Sovét-Rússlands lagði fyrir lista-
27
26
APN -