Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 60
58
að okkur að hafa Jack hjá okkur
í borginni til frambúðar, hvað sem
öllum skipulagsnefndarlögum leið.
Við áttum enn nokkurra ekra land
norður í Adirondackfjöllum og
einnig lítið sumarhús. Við ætluð-
um að koma honum í fóstur á
næsta búgarði, þar sem nógir bit-
hagar voru.
Við fyrstu merkin um komu
vorsins héldum við því norður eft-
ir og höfðum Jack í eftirdragi í
hestaflutningavagni, sem við höfð-
um tekið á leigu. Það var enn mik-
ill snjór á jörðu, og ég skildi Jack
eftir í hlýrri hlöðunni heima á bú-
garðinum hans Jims Harveys. Loks
komst hann í snertingu við aðrar
ferfættar skepnur, skjöldótta kú og
hestinn Huckshaw.
Við sáum Jack ekki aftur fyrr
en næsta sumar, þegar við fórum
norður í sumarleyfisferð. Þá var
hann búinn að vera þalrna það
lengi, að hann vildi helzt ekki yfir-
gefa Huckshaw og kúna. En við
fórum samt með hann heim í sum-
arhúsið okkar. Hann var sjálfstæð-
ur og einþykkur sem fyrrum. Hann
smeygði sér lipurlega á milli stól-
anna og borðanna í garðinum og
beit grastoppana í kringum trén,
þar sem sláttuvélin hafði ekki náð
til. Hann var enn mjög félagslynd-
ur, og stundum las hann jafnvel
bækurnar með mér. Hann stóð þá
fyrir aftan mig og leit yfir öxl
mér.
Eitt, sem Jack var meinilla við,
var að blotna í rigningu. Væri hann
úti í haga, þegar byrjaði að rigna,
tók hann á sprett til hlöðunnar.
Væri hann úti með okkur, varð
ÚRVAL
hann fyrstur undir þakskeggið á
framsvölunum. Og þar biðum við
svo öll. þar til hætti að rigna.
Ég minnist þess vel, er þrumu-
veður skall á eina nóttina. É'g hafði
verið að leika á gítar og reyna að
fá börnin til þess að dansa sveita-
dansa. En þeim fannst tónlistin aug-
sýnilega allt of púkaleg, því að þau
létu sem þau heyrðu hana ekki.
En Jack, sem hafði leitað skjóls
með okkur á svölunum, gekk til
mín, þefaði af hljóðfærinu með á-
hugaglampa í augum og eyrun
teygð upp og fram á við.
Ég kann mæta vel við það, að
ég og hæfileikar mínir séu metnir
að verðleikum, jafnvel þótt það sé
aðeins asni, sem sýnir velþóknun
sína. Því hélt ég áfram að leika.
Svo lvfti Jack allt í einu hægra
framfæti og byrjaði að slá hófnum
í gólfið í takt við hljómlistina. Ég
hætti að leika, og þá hætti hann að
slá taktinn. É’g byrjaði aftur, og
hann gerði slíkt hið sama. Eg hef
séð hesta „telja“ taktslögin eða
dansa vals með undirleik hljóm-
sveitar í fjölleikahúsum. En Jack
hafði augsýnilega hlotið tónlistar-
gáfuna í vöggugjöf!
Við fórum með Jack yfir á bú-
garð Harveys, áður en skólarnir
byrjuðu um haustið. Svo sá ég hann
ekki fyrr en miklu síðar um haust-
ið, þegar ég fór norður í mína ár-
legu ferð til þess að skrúfa fyrir
vatnið í vatnsleiðslunum, svo að
þær spryngju ekki í frostunum.
Þetta tekur um 30 sekúndur. Ég
þarf bara að snúa töng fjóra snún-
inga. En ég læt alltaf líta þannig
út sem þetta sé heilmikið fyrir-