Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
fjölskylda fjárhagstjón, sem ag með-
altali nam 291 dal, vegna umferðar-
slysa — eða samtals nam tjónið 15
milljörðum dala.
Tölfræðilegur samanburður leiðir
í ljós, að á ýmsum sviðum umferð-
aröryggis eru vandamálin meiri í
Evrópu en í Bandaríkjunum, þrátt
fyrir það hvað ástandið er alvarlegt
í Bandaríkjunum.
Á tímabilinu 1966—67 var hlut-
fallslegur fjöldi dauðsfalla á hverj-
ar 100 milljón eknar mílur í Banda-
ríkjunum 5,6, en 7,0 í Bretlandi, 8,0
í Noregi, 8,4 í Kanada, 9,7 í Dan-
mörku, 12, 1 á Ítalíu, 13,3 í Vestur-
Þýzkalandi, 13,3 í Frakklandi og 16,1
í Hollandi.
Á tímabilinu 1966—67 voru
dauðsföllin á hver 100.000 skráði
ökutæki 54,4 í Bandaríkjunum, en
126,0 í Vestur-Þýzkaiandi, 80,2 á
Ítalíu, 67,9 í Frakklandi og 59,1 í
Bretlandi.
ÁÆTLUN BANDARÍKJANNA
Til þess að hamla gegn vaxandi
fjölda dauðsfalla, slysa og fjártjóns-
tilvika vegna umferðarslysa, sam-
þykkti fulltrúadeild Bandaríkja-
þings árið 1966 ýtarlegustu umferð-
ariöggjöf í sögu landsins. Stjórn-
völdum er falið tvíþætt hlutverk
með þessari löggjöf:
Umferðarlögin frá 1966 mæla fyr-
ir um öryggisútbúnað nýrra öku-
tækja, og þau gilda í öllum ríkjum
Bandaríkjanna.
Bifreiðaframleiðendur eru minnt-
ir á, að framleiðslugallar hafa kom-
ið fram, og baráttuna fyrir endur-
bótum á öryggisútbúnaði, sem er
gallaður vegna mistaka í framleiðslu
eða vegna útlits og hönnunar.
Lögin um öryggi á þjóðvegum frá
1966 mæla fyrir um, að einstök ríki,
sveitarstjórnir og einkaaðilar eigi
að stuðla að því, að framfylgt sé
reglum á ýmsum sviðum öryggis á
þjóðvegum, s.s. varðandi öku-
kennslu, ökuleyfi, bifreiðaeftirlit,
umferðarstjórn, lögreglu og ölvun
við akstur.
Lagt er til, að fé verði veitt til
einstakra ríkja og sveitarstjórna til
þess að unnt verði að uppfylla
strangari kröfur, sem gerðar eru til
allra sambandsríkjanna.
Bœði lögin mæla fyrir um víð-
tækar rannsóknir og tilraunir til
þess að auka þekkingu á öryggisráð-
stöfunum, og að leitað verði leiða til
að hrinda þeim í framkvæmd.
Mælt er fyrir run tilraunir til að
flýta því, að nýjum aðferðum verði
beitt til að bæta núverandi öryggis-
ráðstafanir.
Mælt er fyrir rnn aukningu þess
mannafla, sem vinnur að umferðar-
öryggi á öllum sviðum.
Frá upphafi var viðurkennt, að
ekki mætti búast við einu, algildu
svari. Heldur yrði aðeins unnt að
sigrast á vandanum með kerfis-
bundum aðgerðum, sem byggðust á
þaulreyndum aðferðum nútíma vís-
inda og tækni. Takmarkinu yrði náð,
ef stefnt yrði að því að draga úr
tíðni árekstra ökutækja og alvayleg-
um afleiðingum þeirra — dauðsföll-
um, líkamsmeiðslum og fjártjóni.
Leiðir að takmarkinu má setja
þannig upp í kerfi:
Áður en árekstur verður með því