Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 15
12
ÚRVAL
ar, og um ófallvaltleik vissra hluta,
sem standa ekki undir því stóra
orði. Börnin velta dauðanum fyrir
sér og spyrja um hann. Þau eru
heimspekingar á sína vísu.
Börn eru oft harðari af sér og
raunsærri en við höldum, ef þau
finna, að þau geta trúað því, sem
við þau er sagt. Rithöfundur einn
segir frá manni einum, sem missti
föður sinn, og sendi af þeim sökum
sjö ára gamla dóttur sína burt af
heimilinu til að hlífa henni við
sorginni, sem óumflýjanlega hlaut
að hvíla yfir heimilinu fyrst í stað.
A nýja, ókunna heimilinu var hún
bæði einmana og kvíðin. Kunningi
foreldra hennar, sem hafði vit á
uppeldismálum, leiddi þeim fyrir
sjónir, að þetta væri ekki rétt gagn-
vart telpunni. ,,Látið þið hana
koma undir eins heim aftur,“ sagði
hann. „Lofið, henni að hugga pabba
sinn.“
Staðreyndin er nefnilega sú, að
jafnvel mjög ung börn skilja sorg-
ina, — ef til vill fremur þó með
hjartanu en heilanum. Öll börn
spyrja einhvern tíma um dauðann,
og það er engin leið til að svara
þannig, að ekki valdi einhverjum
sársauka. En margir foreldrar
reyna það og svara sem svo: „Hvolp-
urinn þinn er farinn að sofa,“ eða
„Afi er fluttur burt“. En þegar
dauðinn er settur í samband við
svefn, getur barnið orðið hrætt um,
að það deyi í svefni. Og ef afi er
fluttur burt, hvenær kemur hann
þá aftur? Þá er betra að viður-
kenna óttalaust, að dauðinn er ekki
það sama og að sofna eða flytja til
einhvers annars staðar á jörðunni.
Rétt er að játa hreinskilnislega, að
afi komi alls ekki aftur — en er
það ekki gott, að við skyldum fá
að hafa hann hjá okkur og muna,
hvað hann var oft skemmtilegur
og hvað okkur þótti vænt um hann?
En ef börnin spyrja okkur, af
hverju fólk sé miður sín og dapurt,
— hvers vegna er Timathy lamað-
ur og Cathy blind? Við getum við-
urkennt, að við vitum þetta ekki.
Við getum svarað því til, að ef við
öll leggjum hart að okkur í störf-
um okkar, þá getum við kannski
lært, hvernig á að lækna ýmislegt,
13
HVAÐ Á AÐ SEGJA BÖRNUNUM UM GUÐ
eins og fótinn á Timothy og augu
Cathyar, og að guð vilji, að við
leggjum okkur fram um þetta.
Stuðlaðu ekki að því, að barnið
þitt geri sér lágar hugmyndir um
guð.
Þegar við tölum við börnin okk-
ar um guð, ættum við að hafa í
huga, að við erum að byggja grund-
völl fyrir framtíðina, enda vonum
við innst inni, að þau muni sem
lengst það, sem við kennum þeim.
Loks skulum við ekki gleyma því,
að í raun og' veru erum við allar
stundir að kenna ungviðinu trúar-
brögð og siðfræði — ekki með orð-
um, — heldur gjörðum okkar.
Börnunum er hollt að hugsa sér
guð sem kærleiksríkan föður, en
foreldrarnir verða að hjálpa til að
þessi líking eigi við. Þegar á allt
er litið, eru trúarbrögðin miklu
meira en einföld svör við vissum
spurningum, heldur reynsla af
ýmsu tagi, — reynsla um dásemd-
ir og þakklæti, um takmarkanir
okkar og virðingu fyrir alheimin-
um, um samband okkar og elsku til
náungans.