Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 76
74
URVAL
náms. Þetta fór svo þannig, að vegna
storma varð hann að sigla skipinu
út á rúmsjó, og síðan var siglt til
Frakklands, en fangarnir voru
skildir eftir. — Þarna voru þeir í
nokkur ár, eða þar til skip var sent
frá Frakklandi, sem flutti þá til
baka.
En frumbyggjarnir höfðu ekki
setið auðum höndum. Skipbrot
höfðu fært þeim timbur og nokkrar
fleiri kindur. Þeir byggðu kofa og
lifðu á fénu, eins lengi og það entist.
Þá veiddu þeir seli, geymdu skinnin,
en átu kjötið. Þá segir sagan að þeir
hafi fundið nokkra villta nautgripi,
— leifar skildar eftir af frönskum
sjófarendum, sem komu þarna árið
1518.
Þegar björgunarskipið kom, voru
aðeins 12 eftir af hinum uppruna-
lega hópi, sem höfðu lifað af hina
hræðilega erfiðleika við að halda
lífinu á Sable, og þessir 12 voru
klæddir selskinnum og lifðu eins og
villidýr. Þeir voru fluttir til Frakk-
lands. — Nokkrir þeirra fóru síðan
aftur til Sable, og þegar skip komu
þangað, sem var á leið frá Connecti-
cut til Englands, var skipsmönnum
bjargað af Frökkunum, sem komu
þeim til meginlandsins.
Á meðan á landnámi Norður-
Ameríku stóð, varð Sable eins kon-
Aðalveðurathugunarstöð eyjarinnar. Tuttugu sérfróöir menn dvelja þarna eitt
ár i senn, flestir meö fjölskyldur sinar.