Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 64
62
fyrir nota þeir vísunda fyrir gjald-
miðil. Hjá Todunum snýst bókstaf-
lega allt um þessi dýr. Til dæmis
skiptir það næsta litlu máli, hvort
brúðurin er lagleg og greind. Hitt
er aðalatriðið, hversu marga vís-
unda hún komi með í búið.
Þjóðfélag Todanna skiptist í tvær
fylkingar eða stéttir og mönnum er
stranglega bannað að giftast „milli
stétta“. Annar helmingurinn er
„yfirstéttin", þeir í hinum teljast
óæðri og ómerkilegri um alla hluti.
Við skulum til hægðarauka kalla
þessa þjóðfélagshelminga efri og
neðri deild. Stúlka úr efri deild
kann að verða ástfangin af pilti í
neðri deild. Þau kunna að fara út
saman, skemmta sér saman, elsk-
ast og jafnvel að eignast barn.
En þau mega ekki giftast. Satt
að segja er athafnafrelsi þeirra
mjög lítið á þessu sviði, því að báð-
ar deildirnar skiptast auk þess í
ættflokka.
Ákjósanlegast þykir, að stúlka
giftist syni föðursystur sinnar og
piltur dóttur móðurbróður síns. Séu
þessir aðilar tiltækilegir, er tæki-
færið tafarlaust gripið. Árangurinn
er sá, að urmull Toda giftist frænd-
um sínum eða frænkum áður en
þeir eru orðnir tveggja ára!
Sum hjónabandanna endast. Yfir-
gnæfandi meirihluti þessa fólks
giftist hins vegar aftur.
Hvað skeður, þegar stúlka, sem
var gefin frænda sínum þegar hún
var óviti, vill fá að giftast einhverj-
um öðrum?
Það er ósköp einfalt. Það er eng-
inn hjónaskilnaður í hinni vest-
rænu merkingu þess orðs. Nýi eig-
TJRVAL
inmaðurinn greiðir þeim gamla
einfaldlega skaðabætur (í vísund-
um) — og labbar heim með frúna.
Það eru tvær ástæður á bak við
þessar barnagiftingar:
1. Ef stúlka skyldi eignast barn
áður en hún giftist í annað sinn,
er hún að minnsta kosti gift. Og
þótt hún hrúgi niður börnum með
öðrum mönnum teljast þau öll
h j ónabandsbörn.
2. Todarnir trúa því, að þeir kom-
ist ekki til himnaríkis nema þeir
séu giftir.
Hvað er þá til ráða, ef barn deyr
áður en unnizt hefur tími til að
koma því í hjónaband?
Todarnir eru ekki í neinum vafa.
Þeir gifta barnið þótt það sé and-
að!
É'g hef verið við brúðkaup þriggja
mánaða stúlku, sem haldið var fá-
einum dögum eftir að hún dó. Bál-
för brúðurinnar var raunar gerð
um leið. Fyrst var hún hátíðlega
gift. Foreldrar hennar gáfu með
henni þrjá vísunda í heimanmund.
Að hjónavígslunni lokinni var lík
hennar brennt. Todarnir hafa óbeit
á því að jarðsetja framliðna.
f landi Todanna er litið á gifting-
ar sem hálf-opinber mál. Til dæm-
is ákveða „héraðsþing“ þeirra, hve
mikill heimanmundurinn skuli vera,
þegar stúlkan er gift í fyrsta skipti.
Sömu aðilar ákveða hvaða skaða-
bætur skuli greiddar, ef kona yfir-
gefur mann sinn til þess að taka
saman við annan. Úr þessu geta
orðið hin mestu hávaðamál og
„þingheimur" hnakkrífst.
Annars tíðkast fjölkvæni talsvert
meðal Toda, og ennfremur geta