Úrval - 01.11.1970, Page 127
SLÚÐURSÖGUR
125
fyrir ærumeiðingar. En við hjónin
höfðum lært það fyrir löngu, að
tíminn er bezti læknirinn og ákváð-
um því að hugsa málið um skeið, í
stað þess að rjúka beint til lögfræð-
ings. Og eitt af því, sem okkur kom
þá til hugar var það, að fyrst ein
saga var komin á kreik um okkur,
mætti eins búast við að þær væru
fleiri.
Og það reyndist líka svo. Vinur-
inn, sem flutti okkur fyrstu söguna
varð síðar, á móti vilja sínum, að
segja okkur fleiri.
Umhverfis landareign okkar er
átta feta hár veggur, og svo virðist,
sem sumum í þorpinu finnist óskilj-
anlegt, að nokkur hafi slíkan vegg
til annars en þess, að fela eitthvert
— athæfi, og hvað okkur snerti, var
það alveg vafalaust. Sú saga komst
einnig á loft, er við hjónin fórum
eitt sinn í bílferð saman, að við
mundum vera skilin. Ég vildi fá
skilnað og maðurinn minn væri far-
inn heim til móður sinnar!
Síðar komst ég að raun um, að
þessi saga var þannig til komin, að
maðurinn minn hafði verið kvaddur
í síma í viðskiptaerindum, er hann
var að leika golf. Ég svaraði í sím-
ann og sagðist mundu koma boðun-
um til hans jafnskjótt og ég næði
til hans. Ég gat þess ekki, hvenær
það mundi verða, ég hef of lengi
verið gift golfleikara, til þess að
láta slíkt henda mig.
Að vissu leyti var þessi skilnaðar-
saga hlægileg. Og þó ákaflega hvim-
leið. því að við erum hreykin af því
hve gagnkvæm ást okkar hefur enzt
vel og lengi.
Óþarfi er að geta þess, að við höfð-
um ekki dvalið mörg ár á sama stað,
án þess að heyra sögusagnir um
aðra. Og það skal játað, að þessar
sögur voru það forvitnilegasta sem
við heyrðum um samborgara okkar.
En þar sem við sjálf höfðum nú
orðið fyrir aðkasti, fórum við nú í
fyrsta sinn að hugleiða, hve mikið
satt mundi vera í sumum þeim sög-
um, sem við höfðum heyrt um aðra.
Nú létum við okkur ekki nægja
að gleypa við slíkum sögum athuga-
semdalaust, að minnsta kosti ekki
án nokkurrar eftirgrenslunar. Við
settum því á fót svokallaða „Upp-
lýsingaskrifstofu um sögusagnir". Á
allra síðustu mánuðum höfðu komizt
á loft þrjár meiri háttar hneykslis-
sögur, auk sögunnar um okkur, og
við tókum okkur nú fyrir hendur,
að grafast fyrir um sem nákvæmast,
á hverju þær væru reistar.
Hin fyrsta var um hr. A, sem var
sagður berja konu sína með ákveðnu
millibili. Svo virtist, sem eitthvað
væri til í þessu, því að nágrannar
þeirra heyrðu greinilega ópin í
henni. Mannorð hr. A var þar með
eyðilagt og atvinna hans lögð í rúst.
Vandleg eftirgrenslun um fortíð
mannsins leiddi í ljós, að hann hafði
verið einn af hetjum heimsstyrjald-
arinnar. Hann hafði orðið fyrir gas-
eitrun og hj úkrunarkona hans hafði
fellt ástarhug til hans og gengið að
eiga hann, þótt henni væri full-
kunnugt um, að hann mundi við og
við fá stutt geð.veikiköst, og mundi
þá vera vís til alls. Læknarnir höfðu
sagt henni að með umhyggju og
ástúð mundi hann ná sér að fullu.
Allt til þess að hann veiktist af
þessum sjúkdómi, hafði hann verið