Úrval - 01.09.1971, Side 51
49
MARTROÐ I LAUREL
gastegund sú er notuð til þess að
eyða rottum og' skordýrum í skip-
um. Gas þetta er svo eitrað, að andi
maður uppgufun af því að sér í
nokkrar mínútur, getur slíkt haft
skjótan dauða í för með sér.
Skömmu eftir klukkan 4 um nótt-
ina hafði vöruflutningalestin, sem
var í eigu Suðurjárnbrautarkerfis-
ins, farið í gegnum miðbæ borgar-
innar Laurel, en hún telur 23.500
íbúa. Henni var nú ekið á 30 mílna
hraða í gegnum mjög þéttbýlt
hverfi, þar sem skiptust á íbúðar-
hús, litlar verksmiðjur í iéttiðnað-
argreinum og önnur smáfyrirtæki.
Skyndilega skullu neyðarloftheml-
arnir ískrandi niður, og risavöxnu
eimreiðarnar þrjár, sem drógu 139
vagna á eftir sér, stönzuðu. Síðan
sást hvít birta, sem líktist spreng-
ingu, nálægt miðju lestarinnar.
Þetta var slík skellibirta, að það
var sem kominn væri dagur. Eim-
reiðarstjóri fremstu eimreiðarinn-
ar hafði samband við járnbrautar-
stöðvarstjórann í Hattiesburg með
fjarskiptatækjum sínum, en sú borg
er í 25 mílna fjarlægð frá Laurel.
Hann tilkynnti: „Það er kviknað
í lestinni okkar, og það lítur út
fyrir, að það sé líka kviknað í
bænum Laurel“!
Yfir bæmn hafði nú skollið
mesta ógnin í gervallri sögu hans.
Og jafnframt því hófst nú mesta
eldraun tveggja starfsmanna járn-
brautarfélagsins, sem verið höfðu
lengi í þjónustu þess, þeirra Will-
iam Joels Chandlers, sem er 49 ára
gamall og á 6 barnabörn, og hins
43 ára gamla Franks M. Wells.
„RJÚFIÐ TENGSLIN VIÐ
VAGNANA"!
Vandræðin hófust, þegar hjól und-
ir einum propanegasgeyminum
brotnaði, er það rann yfir teina-
mót. Vagninn fór út af teinunum
og dró einnig 14 aðra vagna á
eftir sér út af teinunum. Og þeir
voru allir fullir af propanegasi.
Lestin brotnaði í þrjá hluta, fram-
og afturhlutarnir urðu eftir á tein-
unum, en miðhlutinn fór út af tein-
unum, og lofttengslin við hemlana,
sem lá eftir lestinni endilangri,
rofnuðu Og þegar loftið í leiðslu
þessari komst út, ýttust „járnskór"
neyðarhemlakerfisins sjálfkrafa
niður á hjólin og stöðvuðu þannig
lestina með nístandi ískri.
Sumir geymarnir rifnuðu, þegar
vagnarnir ultu út af sporinu. Sam-
anþjappað gasið úr þeim þrýstist
út. Og þegar það þandist út og
blandaðist andrúmsloftinu, varð
sprengikraftur þess þrettánþúsund-
faldur við það, sem hann hafði
verið áður. Gas þetta, sem er þyngra
en loft, skreið eftir jörðinni eins
og hraunstraumur. Eldblossar úr
lestarbrakinu kveiktu tafarlaust í
því, og öskrandi, hvítir logar þutu
500 fet upp í loftið.
Járnbrautarstöðvarstjórinn í Hatt-
iesburg sendi stuttorða öryggis-
skipun til eimreiðarstjóranna í lest
nr. 154: „Rjúfið tengslin við vagn-
ana“! Hemlamaður klöngraðist nið-
ur úr einni eimreiðinni og rauf
tengsl vagnanna við eimreiðirnar
þrjár, sem voru samtengdar. Og
þær fjarlægðust hratt vagnarununa.
Nú datt starfsmönnunum á eim-
reiðunum í hug, að kannske væri