Úrval - 01.09.1971, Page 51

Úrval - 01.09.1971, Page 51
49 MARTROÐ I LAUREL gastegund sú er notuð til þess að eyða rottum og' skordýrum í skip- um. Gas þetta er svo eitrað, að andi maður uppgufun af því að sér í nokkrar mínútur, getur slíkt haft skjótan dauða í för með sér. Skömmu eftir klukkan 4 um nótt- ina hafði vöruflutningalestin, sem var í eigu Suðurjárnbrautarkerfis- ins, farið í gegnum miðbæ borgar- innar Laurel, en hún telur 23.500 íbúa. Henni var nú ekið á 30 mílna hraða í gegnum mjög þéttbýlt hverfi, þar sem skiptust á íbúðar- hús, litlar verksmiðjur í iéttiðnað- argreinum og önnur smáfyrirtæki. Skyndilega skullu neyðarloftheml- arnir ískrandi niður, og risavöxnu eimreiðarnar þrjár, sem drógu 139 vagna á eftir sér, stönzuðu. Síðan sást hvít birta, sem líktist spreng- ingu, nálægt miðju lestarinnar. Þetta var slík skellibirta, að það var sem kominn væri dagur. Eim- reiðarstjóri fremstu eimreiðarinn- ar hafði samband við járnbrautar- stöðvarstjórann í Hattiesburg með fjarskiptatækjum sínum, en sú borg er í 25 mílna fjarlægð frá Laurel. Hann tilkynnti: „Það er kviknað í lestinni okkar, og það lítur út fyrir, að það sé líka kviknað í bænum Laurel“! Yfir bæmn hafði nú skollið mesta ógnin í gervallri sögu hans. Og jafnframt því hófst nú mesta eldraun tveggja starfsmanna járn- brautarfélagsins, sem verið höfðu lengi í þjónustu þess, þeirra Will- iam Joels Chandlers, sem er 49 ára gamall og á 6 barnabörn, og hins 43 ára gamla Franks M. Wells. „RJÚFIÐ TENGSLIN VIÐ VAGNANA"! Vandræðin hófust, þegar hjól und- ir einum propanegasgeyminum brotnaði, er það rann yfir teina- mót. Vagninn fór út af teinunum og dró einnig 14 aðra vagna á eftir sér út af teinunum. Og þeir voru allir fullir af propanegasi. Lestin brotnaði í þrjá hluta, fram- og afturhlutarnir urðu eftir á tein- unum, en miðhlutinn fór út af tein- unum, og lofttengslin við hemlana, sem lá eftir lestinni endilangri, rofnuðu Og þegar loftið í leiðslu þessari komst út, ýttust „járnskór" neyðarhemlakerfisins sjálfkrafa niður á hjólin og stöðvuðu þannig lestina með nístandi ískri. Sumir geymarnir rifnuðu, þegar vagnarnir ultu út af sporinu. Sam- anþjappað gasið úr þeim þrýstist út. Og þegar það þandist út og blandaðist andrúmsloftinu, varð sprengikraftur þess þrettánþúsund- faldur við það, sem hann hafði verið áður. Gas þetta, sem er þyngra en loft, skreið eftir jörðinni eins og hraunstraumur. Eldblossar úr lestarbrakinu kveiktu tafarlaust í því, og öskrandi, hvítir logar þutu 500 fet upp í loftið. Járnbrautarstöðvarstjórinn í Hatt- iesburg sendi stuttorða öryggis- skipun til eimreiðarstjóranna í lest nr. 154: „Rjúfið tengslin við vagn- ana“! Hemlamaður klöngraðist nið- ur úr einni eimreiðinni og rauf tengsl vagnanna við eimreiðirnar þrjár, sem voru samtengdar. Og þær fjarlægðust hratt vagnarununa. Nú datt starfsmönnunum á eim- reiðunum í hug, að kannske væri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.