Úrval - 01.09.1971, Page 77

Úrval - 01.09.1971, Page 77
I LITIÐ EITT UM DRAUGA með guðs orða lestri og góðum bæn- um, ■og í þeirri trú (svo sem hann lét til sín heyra) að sá vondur andi mundi enga ónáð í frammi hafa við hana, meðan sér í höndum væri, hvað og skeði, þó mót venju, að það leið hjá þær stundir. En síðar litlu reið séra Arngrímur leið sína þar norður tröðina frá staðnum, og féll hans hestur og svo hann sjálfur, svo hann fékk áverka af steini í andlitið, og bar það ör alla daga síðan. Er mælt sézt hafi sú vonda mynd Loka ganga á hestinn og svo kollkasta öllu. Var það síðan til ráðs tekið, sem áður segir, og í fyrri öldu tíðkað var, að þessir heitingaskálkar voru uppgrafnir og afhöfðaðir, og skyldi sá, sem fyrir hefði orðið, ganga milli bols og höf- uðs. Batnaði síðan þessari stúlku, þó veikleg væri; varð ekki gömul. Þessa tiltekju lögðu óvinir Hóla- manna þeim til lýta, líka svo herra Guðbrandi, sem Þorkeli sjálfum, sem gamall veraldarinnar háttur er.“ Þessi frásaga ber með sér nokk- urn þjóðsagnakeim, -en er samt vafalaust rétt í aðalatriðum. — Gvendur Loki hefur sætt ofan- skráðri meðhöndlun dauður, þar eð honum hafa verið eignaðir sjúk- dómar og slysfarir á biskupsstóln- um. Hér speglast vel sú draugatrú sem verið hefur landlæg á Islandi allt frá fyrstu tíð og mun engan veginn útdauð enn, þótt nú sé hún algengust í nokkuð breyttri mynd. I frásögunni um Gvend Loka koma fyrir ýmis þau atriði sem einna al- gengust eru í íslenzkum draugasög- um og standa mjög traustum fótum 75 í þjóðtrúnni: maður deyr í heiftar- hug og með heitingarorð á vörum, gengur aftur til hefnda, en er kom- ið fyrir með aðferðum sem rekja má til töfra eða galdurs. Draugar eða afturgöngur kallast á íslenzku svipir eða þær leifar dauðra manna sem eru á ferli með- al lifenda og gera þeim ýmislegt til ama og jafnvel miska. Undir- staða draugahugmyndanna er að sjálfsögðu sú trú að maðurinn sé ekki allur, þótt jarðlífinu ljúki. Sú trú er til um öll byggð ból og er líklegast jafngömul mannkyninu. — Ekki er kunnugt um neina þjóð sem ekki geri sér einhverjar hug- myndir um framhaldslíf í einhverri mynd. En þessar hugmyndir geta verið mjög breytilegar og ólíkar og eru oft sjálfum sér sundurþykkar. En það er einb og slíkt komi yfir- leitt ekki að sök, því að gjörólíkar hugmyndir um þessi efni geta sem hægast lifað hlið við hlið í sama umhverfi, jafnvel í vitund eins og sama manns. Tvennt er það einkum sem meg- instoðum rennir uridir trúna á fram- haldslíf. Annað er trúin á þann kraft, það megin sem ávallt streym- ir frá því yfirnáttúrlega og allir hlutir, dauðir sem lifandi, verða gæddir komi þeir í samband við það. Á dauðann er hvergi litið sem eðlilegan endi útslitinnar vélar. Sú skoðun .er mjög útbreidd að hann sé af yfirnáttúrlegum rótum runn- inn, annað hvort fyrirbærið sem slíkt og er þá dauðinn talinn lagð- ur á mannkynið í árdaga sem eins konar erfðaböl, ellegar að hvert ein- stakt andlát er talið afleiðing galdra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.