Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 57
APINN SEM TALAR VIÐ FÓLK
55
verk, þegar hún var tveggja ára. Til
að byrja með sýndi Tim henni stjórn-
borðið og hvernig kviknaði á hnöpp-
unum, þegar ýtt var á þá. Forvitin að
eðlisfari eins og apar yfirleitt fór
Lana fljótlega að ýta sjálf á hnappana,
fyrst af handahófi, en fljótlega með
sívaxandi markvísi. Hún var fljót að
finna þau tákn, sem létu eitthvað ger-
ast: Þegar hún ýtti á M & M (heitið
á eftirlætis brjóstsykrinum hennar)
gaf henni um leið brjóstsykur í ákveð-
ið hólf í stjórnborðinu, þegar hún
ýtti á „vatn“ fékk hún alltaf að drekka.
Nú stilltu vísindamennirnir tækin
þannig, að vélin svaraði aðeins þegar
Lana ýtti á ? á undan spurningum,
á „gera svo vel (please)“ á undan
beiðni og „búið (period)“ á eftir.
„Við vorum ekki að reyna að kenna
Lönu kurteisi með þessu,“ sagði Rum-
baugh. „Gera svo vel“ var aðeins að-
ferð til þess að búa tölvuna undir,
að nú væri beiðni að koma, og „bú-
ið“ er merki um, að talvan geti skrif-
að skilaboðin út. Innan viku skrifaði
Lana „Gera svo vel M & M“ jafn
markvisst og barn sem suðar um sæl-
gæti.
Nýjum og brevtilegum orðum var
bætt við kerfi Lönu til að mynda heil-
ar setningar. Áður en langt um leið,
varð Lana að skrifa meira til að fá
brjóstsykurinn sinn: „Gera svo vel
vél að gefa Lönu M & M.“ Til þess
að ganga úr skugga um, að Lana lærði
táknin en ekki aðeins röðun hnapp-
anna á stjórnborðinu, var þeim rugl-
að daglega.
Frá upphafi var gengið þannig frá
tækjunum, að yerkísku táknin komu
í ljós frá vinstri til hægri á skjá yfir
stjórnborðinu, um leið og þau voru
stimpluð inn. Myndi Lana læra að
lesa þessi tákn og hagnýta sér þau til
framdráttar, og að skilja svörin, sem
þar birtust frá stjórnborði Tims? Vís-
indamönnunum til furðu lærði Lana
þennan „lestur“ af sjálfri sér.
Fyrst tóku þeir eftir því, að hún
fór að líta á skjáinn í hvert skipti
sem hún hafði þrýst á hnapp. Síðan
sáu þeir, að ef hún gerði villu í þess-
ari vélritun sinni, sá hún það á skján-
um og ýtti þá þegar í stað á hnapp-
inn sem merktur var „endir“. Hann
verkaði þá eins og nokkurs konar
strokleður og hreinsaði samstundis út
úr tölvu og af skjá. „Við höfðum al-
drei hugsað okkur þessa notkun
hnappsins,“ sagði Rumbaugh. „Pað var
Lana, sem uppgötvaði þessa notkun
hans.“
Aftur kom Lana kennurum sínum
á óvart með því að mynda sjálf al-
gerlega nýjar setningar. Dag nokkurn,
þegar Tim kom með appelsínu inn í
rannsóknarstofuna, fékk Lana heldur
en ekki vatn í munninn. En á stjórn-
borði hennar var enginn hnappur með
tákni fyrir þetta góðgæti. Nú voru
góð ráð dýr fyrir Lönu. En hún þekkti
litina og orðið fyrir epli, svo hún
pikkaði: ,,? Tim gefa Lönu epli 'sem
er rauðgult.“
Skömmu síðar sýndi Tim henni
kassa með brjóstsykri. „Kassi“ var
nýtt orð, eitt af mörgum táknum sem