Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 19

Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 19
DROTTNING HAFSINS KVÖDD 17 jöfrar, eða þá vellauðugir olíukóngar. Pessar íbúðir kostuðu um 82 þúsund dollara í þriggja mánaða hnattsiglingu (fyrir fjóra farþega), en ekki nema 4230 dollara fyrir ferð yfir Atlants- haf. í skipinu var geysistór leikhússal- ur, tvær sundlaugar, fullkomin sjúkra- deild (með tveim skurðstofum, tveim fæðingarstofum og jafnvel tveim gúmmíklefum). Par var líka aðstaða til alls konar íþróttaiðkana, gufubað- stofur, snyrtistofur, verslanir og næt- urklúbbar. Áhöfn France var 950 manns og hámarksfarþegafjöldi 2016. Meðan skipið klauf öldurnar með um 30 hnúta hraða, létu farþegarnir fara vel um sig og nutu lífsins. Sumir slöppuðu af uppi á þiljum þar sem fjölmennt þjónalið var reiðubúið að færa fram te, kjötseyði, samlokur eða sterka drykki. Aðrir farþegar stunduðu dað- ur, léku tennis, telfdu skák, spiluðu bridge eða fóru í bíó. Kaupsýslumenn meðal farþega gátu haldið áfram störf- um, því að France sá þeim fyrir einka- riturum, sem kunnu tvö eða fleiri tungumál. En starfsáhugi þessara dugn- aðarforka varð oftast endasleppur, því að samkvæmislífið um borð seiddi og töfraði ómótstæðilega. Það er haft eft- ir einum einkaritáranum, að allir hafi verið hættir að vinna innan þriggja daga. í France voru þrír matsalir, sem hétu hver sínu nafni — Versalir fyri.r almenna farþega, Chambord fyrir fyrsta farrými og Louisiane með örfáum borðum. Þessir salir voru mjög ólíkir að búnaði og íburði, en höfðu þó sama eldhúsið — 1564 fermetra stórt gím- ald með fjölda gljáandi koparpotta og stáleldavéla. í eldhúsinu störfuðu um 200 manns — matsveinar, bakarar, kjötiðnaðarmenn, sósumeistarar og nemar. Matmálstímarnir voru eins konar þungamiðja hins daglega lífs um borð í France. Hinir 530 farþegar á fvrsta farrými eyddu næstum þrem klukku- stundum í að snæða hádegisverð og kvöldverð. Á matseðli þeirra voru skráðar 100 tegundir matarrétta, sem breytt var frá degi til dags, og svo voru matsveinarnir uppfinningasamir, að í einni skemmtiferð, sem stóð í 93 daga, var aldrei sami matseðillinn tvisvar. Miðdegisverður í matsalnum Chambord var ekki einungis veisla heldur líka tískusýning, sem var svo stórfengleg að fegurð og óhóflegum íburði, að ekki verður með orðum lýst. Þegar máltíðin hófst klukkan hálf níu, birtist hópur skartbúinna og demants- prýddra kvenna í anddyrinu; þær stóðu kyrrar andartak og horfðu yfir salinn, en síðan gengu þær niður hin 22 þrep gullna stigans til móts við guðdómlegar kræsingar. Smíði France tók 14 ár — tíu ár á teikniborðinu til þess að hanna skip- ið þannig, að það klyfi öldurnar eins og beittur hnífur, og önnur fjögur í hinni geysistóru Penhoét skipasmíða- stöð í Bretagne. Þegar skipinu var hleypt af stokkunum 1960, var kostn- aðurinn kominn upp í 52 millj. doll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.