Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 123
HVAÐ VARÐ UM ÁST MÍNA?
við höfðum farið á kvikmynd eða í
leikhús. Já, í eina tíð fórum við í bíó
og meira að segja á hljómleika.
Ég fæ ekki betur séð en að hann
elski mig enn — er raunar viss um
það. Hann situr þarna og situr, og
segir svo kannski upp úr eins manns
hljóði: „Hvernig líst þér á að fá fal-
legt efni í nýjan kjól, mamma?“
Ég þarf þess ekki. Ég á býsnin öll
af fötum. En enga ást.
121
Petta er það, sem rekur fólk til
skilnaðar, komið „til vits og ára“.
Raunar verður varla um skilnað að
ræða í okkar dæmi. Ég hef ekki auga-
stað á neinum nýjum, og þetta vrði
óþægilegt fyrir uppkomin börn okk-
ar. En lífið er að verða heldur lítið
spennandi.
Við áttum allt. Ást, vináttu, virð-
ingu. En nú, á fáum árum, hefur þetta
allt orðið að engu . . .
☆
Faðirinn við son sinn sem hefur nýlokið lögfræðiprófi: „Hvað áttu
við, þegar þú segist ennþá helst vilja verða brunaliðsmaður?“ •
Sumir kvarta yfir því að rósir hafi þyrna, en ég gleðst yfir því að
þyrnar hafa rósir.
A.K.
Maður nokkur sem er áhuga-fiðluleikari sækist eftir að spila með at-
vinnumönnum. Spurningunni um það af hverju hann vildi endilega spila
með þeim sem stæðu honum framar svaraði hann þannig: „Öðruvísi
heyrist munurinn ekki.“
Ég stóð bak við tvær ungar stúlkur í kjóladeildinni, þar sem brúðar-
kjólum var útstillt. „Almáttugur hvað hann er fallegur þessi,“ hrópaði
önnur uppyfir sig. í sama biii sló því niður í huga mér að kannski
dæmdi maður unga fólkið of hart. Kannski væri eitthvað eftir af gömlu
siðvenjunni, kannski dreymdi ungar stúlkur um að verða leiddar upp að
altarinu í síðum, hvítum brúðarkjól, eins og í gamla daga. En ég var
rifin upp úr hugsunum mínum við það að hún bætti við. „Almáttugur,
skyldi hann vera til í rauðu?“
G.A.
Erfiðasta við frítíma manns er að koma í veg fyrir að aðrir noti sér
hann.
A.L.