Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 111
^Böthiri
okkar
Lesendur Orvals standa sjálfir á bak
við þennan þátt. Sendið okkur
smellnar sögur af börnum ykkar,
frændbörnum eða kunningjabörnum,
og við verðlaunum bestu söguna í
hverju hefti með kr. 500.
G.S. á bestu söguna að þessu sinni:
Strákur, sem var í sveit í sumar,
fékk að fara í réttirnar núna í haust.
Þegar leið á réttadaginn, dró bónd-
inn til hans ljómandi fallegt gimbra-
lamb og gaf honum.
Strákur tók ; við gimbrinni, hélt í
hana um stund og klóraði henni bak
við eyrað. Það leyndi sér ekki, að
hann var þungt hugsi. Loks leit hann
á bóndann og spurði: „Má ég ekki
heldur fá hrútlamb?"
„Hrútlamb?" át bóndinn undrandi
eftir. „Hvers vegna?“
Það var ekki laust við að strákur
roðnaði dálítið og yrði undirleitur, en
109
svo kom svarið: „Þá fæ ég fleiri
lömb . . .“
G.S.
☆
Móðir var að lesa faðirvorið með
drengnum sínum og var að enda við-
. . . „svo sem vér og fyrirgefum vor-
um skuldunautum."
Þá gellur strákur við:
„Mamma, eru líka naut hjá guði?“
G.E.
☆
Drengur nokkur á fjórða ári, sem
var með mikla bíladellu, horfði heill-
aður og hugsandi á formkökuna henn-
ar ömmu sinnar. Þegar amma tók eftir
því spurði hún: „Viltu sneið, væni
minn?“ Og strákur svaraði: „Jahá,
má ég fá af húddinu á henni?“
hds.
☆
Gísli 5 ára fékk margt í afmælis-
gjöf þ. á m. ávísun, sem honum var
sagt að væri sama og peningar. Þegar
hann seinna var að telja upp gjafirn-
ar endaði hann upptalninguna svona:
„ . . . svo fékk ég 400 krónur og einn
Samvinnubankaseðil.“
Telpa nokkur hafði hlustað einum
of mikið á fóstureyðingarumræður
þær, sem voru mikið á dagskrá á þessu
ári, svaraði umvöndunum móður sinn-
ar á þessa leið: „Nú, úr því ég er
svona erfið af hverju var mér þá bara
ekki eytt?“
ág-