Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 127
125
KRABBAMEIN í KJÁLKA
Erla Þórdis eftir aðgerð.
stönglum og ekki má vanrækja neðri
góminn. Þorgrímur Jónsson, tann-
læknir lítur eftir tannholdinu. Mán-
aðarlega fer ég í eftirlit á Borgar-
spítalann.
Ég fæ aldrei höfuðverk, en verð
dösuð í vinstra helmingi höfuðsins ef
ég þreytist, einnig þreytist ég í aug-
anu, þó að það sé eðlilegt og ég hvíli
mig á gleraugunum, þegar ég er ein.
Að sjálfsögðu hlífi ég því við ýmsu,
sem ég mundi leggja á tvö, og læt
skoða það reglulega.
Eftir sem áður hef ég getað unnið
bæði heima og við kennslu, en þó
talsvert minna, og hef hugsað mér að
eiga rólega daga síðari hluta ævinnar,
verði mér langlífis auðið, sem ég hef
ástæðu til að ætla, þar sem líflínan í
báðurn lófum mínum er slitin sundur
í miðju.
Nokkuð hef ég velt fyrir mér or-
sökum sjúkdómsins, þó ég ætli mér
auðvitað ekki þá dul, að skýra það
sem er ráðgáta læknavísindanna. Eftir
hjónaskilnað 1965, sem var mér mik-
il andleg raun, lagði ég á mig of erf-
iða og milda vinnu. Sem barn hafði
ég oft mjög þrálátt nefrennsli, og varð
að ganga í Ijós þess vegna. Árið 1968
andaði ég í misgripum að mér skor-
dýraeitri. Árið 1970 fékk ég rótar-
bóigu í tönn í efra gómi vinstra meg-
in, hún hafði brotnað og hafði ég all-
lengi trassað að láta gera við hana,
sem var þó alls ekki vani minn. Ef-
laust hef ég ekki heldur verið ná-
kvæm í mataræði.
Mér finnst miklu fremur að ég hafi
orðið fyrir slysi, vegna þess að ég
hafði næstum ekkert fundið fyrir sjúk-
dómnum, þó að hann væri að þvt kom-
inn að ráðast á heilann. En í því er
mesta hættan fólgin, að meinsemdin
gerir lítið sem ekkert vart við sig í
fyrstu.
Þökk sé Krabbameinsfélagi Tslands
fyrir að hvetja fólk til að vera á verði
og þá ómetanlegu þjónustu, sern það
veitir.
Ritað í byrjun janúar 1975.
☆