Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 69
NIXON: TRÚNAÐARBROT
67
setinn við Key Biscayne og Ehrlich-
man í Washington. Magruder var
fyrst varaður við. Gordon Liddy
hringdi til hans. Samkvæmt fyrirmæl-
um Mitchells var Liddy falið að hafa
samband við Richard Kleindienst, sem
hafði verið skipaður dómsmálaráð-
herra eftir afsögn Mitchells hinn 1.
mars, og mælast til þess, að ráðu-
neytið fengi kosninganefndarmanninn
McCord leystan úr haldi. Liddy fann
Kleindienst í Burning Tree-klúbbnum
í úthverfi Washington, en Kleindi-
enst rak hann af höndum sér, reiður
yfir tilmælum um pretti. Pannig dó
fyrsta aðgerðin í formála yfirhylm-
ingarinnar í fæðingu.
Síðdegis þennan dag hringdi starfs-
maður leyniþjónustunnar til Johns
Ehrlichmans til að tjá honum, að lög-
reglan hefði fundið skrifbók, sem einn
af innbrots„þjófunum“ átti, þar sem
nefndur væri starfsmaður Hvíta húss-
ins, E. Howard Hunt. „Guð minn
góður!“ hefur maður einn eftir Ehr-
lichman. „Ég trúi því ekki.“ Ehrlich-
man hringdi til Ronalds Zieglers
blaðafulltrúa, sem sagði Haldeman og
forsetanum í Key Biscayne fréttirnar.
Sunnudaginn 18. júní birtist frétt-
in í Washington Post. Petta var dag-
ur ringulreiðar hjá yfirmönnum „neð-
anjarðarhreyfingarinnar“, sem hringdu
hver í annan um landið þvert og endi-
langt. Einu sinni hringdi forsetinn til
Colsons. „Hann var svo reiður,“ sagði
Colson síðar, „að hann hafði fleygt
öskubakka yfir þvert herbergið, og
honum fannst þetta vera hið heimsku
legasta, sem hann hefði heyrt. Hann
var æfur yfir því, að einhver, sem
væri þó ekki nema lauslega tengdur
við kosningabaráttuna, hefði verið
bendlaður við hlut eins og Watergate-
málið.“
Ringulreiðin óx á mánudaginn.
Hringt var til Hunts og honum ráð
lagt að tæma peningaskápinn sinn.
Dean átti fund með Liddy, og Liddy
var fullur iðrunar yfir misheppnuðu
verki. „Hann sagði mér,“ sagði Liddy,
„að hann væri hermaður og mundi
aldrei segja frá málinu. Hann sagði,
að væri einhver reiðubúinn að skjóta
hann, væri hann við því búinn.“ Petta
kvöld var fundur haldinn í íbúð Mit-
chells. Prír þeirra, sem mættu, voru
lögfræðingar, Mitchell, Dean og Ro-
bert Mardian, fyrrum aðstoðardóms-
málaráðherra. Peir vissu, að það var
glæpur, að þeir héldu leyndu, hvað
þeir vissu um málið, en það yrði rot-
högg á kosningabaráttu Nixons, ef þeir
segðu sannleikann.
Pað var ekki fyrr en á fimmtudag,
að stjórnendur þessa neðanjarðarstarfs
gerðu áætlun. Petta var önnur aðgerð-
in í forspili yfirhilmingarinnar. Vanda-
mál þeirra var FBI, sem hafði rakið
seðla innbrots„þjófanna“ til nefndar-
innar, CREEP. Enginn nema CIA
gæti stöðvað FBI, og enginn nema
forsetinn gæti fyrirskipað CIA að
stöðva rannsókn FBI.
Brýnt er að lýsa rétt atburðarás-
inni, eins og hún varð þá, og skap-
lyndi Richards Nixons, þegar hann
frétti um innbrotið. í sex vikur fyrir