Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 36
34
til þess að skeyta saman risaeðlubein
til sýningar, án sýnilegra víra eða
spelka. Aðferðin var fólgin í því að
bora holur í beinin, koma þar fyrir
stálstyrktarstoðum og sjóða beinagrind-
urnar síðan saman við liðamótin. Brig-
ham Young háskólinn veitti honum
síðan tækifæri til þess að endurskipu-
leggja háskólasafnið árið 1961.
1 ferð til Suðurheimskautslandsins
árið 1969 gerði Jensen þýðingarmestu
uppgötvun á sviði steingervingafræð-
innar, hvað jarðfræðilega sögu snertir.
Fundur hans sannaði tilveru hins dul-
arfulla risameginlands „Gondwana-
lands“, sem vísindamenn höfðu álitið
í hálfa aðra öld, að eitt sinn hefði
verið til. Hann datt í lukkupottinn
eftir að hafa unnið í tvær vikur við
hinar erfiðu aðstæður á Suðurheim-
skautslandinu. Hann hafði numið stað-
ar við hamar úr sandsteini. Hann los-
aði um nokkrar stórar flögur og klauf
þær af handahófi með hamri og meitli.
Skyndilega kom hann auga á einkenni-
legt bein og tönn í einni flögunni.
Petta voru leifar Lystrosaurusar, skrið-
dýrs, sem líktist spendýri og hafði að-
eins tvær tennur, en leifar þess höfðu
fundist bæði í Indlandi og Afríku.
Tilvist leifa þess á Suðurheimskauts-
landinu er sannfærandi sönnun um,
að fyrir um 200 milljón árum hafi öll
þessi meginlönd verið samvaxin.
Fyrir tveim árum stóð ég við hlið
Jensens meðal einiberjarunnanna og
pinongrenitrjánna á snævi þaktri Un-
compahgrenhásléttunni og horfði yfir
ÚRVAL
grjóturðina og Escalanteána þarna
langt fyrir neðan okkur.
„Orðið „dinosaur“ (risaeðla) þýðir
„hræðileg eðla“,“ sagði hann. „Pær
voru uppi fyrir 140 milljón árum. Pað
voru til miklu fleiri tegundir og miklu
meira af þeim en okkur hefur nokkru
sinni grunað. Sumar voru risavaxnar
líkt og Supersaurus gamla, en aðrar
voru minni en kjúklingur. Pær voru
þaktar brynplötum, með horn eða með
andarnef og leifar þeirra hafa fundist
um gervallan heim. Fyrstu forneðlu-
leifarnar fundust nálægt Cuckfield í
Sussex í Englandi árið 1822. Par var
um óvenjulegar tennur að ræða. Petta
var í fyrsta skipti, að menn gerðu sér
grein fyrir því, að fundist höfðu leif-
ar af áður óþekktum forndýrategund-
um.“
„Á mesozoicöld skriðdýranna var
þetta svæði í Coloradofylki land fenja
og risavaxinna skóga. Prumuveður
geisuðu æ ofan í æ og regnið skall á
trjánum. Parna voru vatnaliljur, skor-
dýr og fyrstu ýviðartrén. Krókódílar
voru á vakki við árbakkana og á þeim
og lifðu á fornskjaldbökum og skrið-
dýrum, sem líktust fuglum. Mikið var
þarna af sniglum og frumstæðum eðl-
um. Kjötætur lifðu þarna á jurtaæt-
um. Og á milli risavaxinna fóta þeirra
skutust lítil, loðin dýr. Pað voru fyrstu
spendýrin. Og þau áttu eftir að lifa
af, þegar umhverfið gerðist óhagstætt
og fjandsamlegt, en það áttu stóru
skriðdýrin aftur á móti ekki eftir að
gera.“