Úrval - 01.11.1975, Side 90
88
ÚRVAL
lægður, ekki með afhöfðun í White-
hall, eins og var um Karl I. Breta-
kóng, heldur svona, á þennan hátt,
þar sem smáatriðanna var gætt.
Grein I fjallaði um að hindra fram-
gang réttvísinnar. Pað varð þögn, og
svo sagði Rodino: „Ritarinn mun
skýra frá,“ og ritarinn sagði „Tuttugu
og sjö hafa sagt já, ellefu nei.“
Mánudaginn samþykkti nefndin grein
II, um misnotkun valds, og á þriðju-
daginn grein III, að hafa hunsað kröf-
ur nefndarinnar um sönnunargögn.
Þá hafði innra varnarlið forsetans í
Hvíta húsinu heyrt upptökurnar frá
23. júní 1972, og mennirnir í þessu
liði höfðu líka afneitað forsetanum.
Nixon neyddist til að afhenda upp-
tökurnar, sem höfðu að geyma sam-
þykki hans við hugmyndum um að
nota CIA til að stöðva rannsókn FBI
á Watergatemálinu. Nú varð Nixon
að fara frá.
Hann tilkynnti afsögn sína 8. ágúst
og hélt til San Clemente næsta dag.
„Ég horfði á,“ sagði uppgjafarher-
maður frá Víetnam, sem sá Nixon
stíga um borð í þyrlu sína á grasblett-
inum við Hvíta húsið, „og það var
rétt eins og í stríðinu. Hann var einn
af þeim mönnum, sem við settum í
nlastpoka og sendum burtu. Hann var
húinn að fá nóg. Hann hafði verið
skotinn milli augnanna. Hann var
dauður, áður en hann vissi af bví.“
Á hádegi þennan dag missti Nixon
forsetatign. Pá var hann í flugvél
?inhvers staðar yfir Illinois eða Miss-
ouri. Hann var staddur yfir því svæði,
sem hafði verið kallað hjarta Mið-
Bandaríkjanna, sem hafði alltaf ver-
ið festa hans í stjórnmálunum, og í
víðari merkingu höfðu millistéttar-
menn „Mið-Ameríku“, verið kjölfesta
hans, sem hann hafði svo svikið frem-
ur en nokkur annar forseti Bandaríkj-
anna.
TRÚNAÐARBROT. Það hafði orð-
ið algengt, að sagt væri, þau tvö ár,
sem verið var að reka Nixon úr valda-
stóli, að „bandaríska kerfið verkaði“.
Þessi kenning olli mér heilabrotum,
og árin 1973—74 kom að því, að ég
varð að rannsaka, hvað hún þýddi.
Því að gæti ég ekki skýrt þetta fyrir
sjálfum mér þá væri kvalræði þessara
tveggja ára tilgangslaust — aðeins
eins og leynilögregla, sem leitar að
lyklinum að röð glæpa, illa fram-
kvæmds innbrots, sem slæmir menn
höfðu skipulagt, og svo vildi til, að
þeir voru við völd, þegar glæpurinn
var drýgður. Enginn af glæpamönnun-
um í Hvíta húsinu hafði auðgast af
fjársvikum. Enginn hafði gert sam-
særi með erlendu valdi. Allir glæpir
þeirra höfðu gerst áður í sögu Banda-
ríkjanna, en viðbrögðin voru eins og
steypiregn.
Þar sem ég leitaði svars við þessari
spurningu, fór ég að sjá, að það var
ekkert „kerfi“. Grundvöllur ríkis-
stjórnar var Bandaríkin sem sltk, og
um hann snerust mörg „kerfi“, sem
hvert um sig reyndi að notfæra sér