Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 37
35
ÓFRESKJA FRÁ ÁRDAGA
„Supersaurus var blíðlynd skepna,
jurtaæta, sem át blöð af efri greinum
trjánna. Og skepna þessi var jafn
heimsk og hún var stór. Hinn litli
heili hennar var ekki fær um mikið
meira en að stjórna löppum hennar
og kjálkum. Eins konar sérheili, sem
var í rauninni aðeins ofvöxtur mænu-
strengsins innan mjaðmagrindarinnar,
hafði líklega það starf með höndum
að hreyfa hala skepnunnar og stjórna
afturlöppum hennar. Sá heili lét næst-
um eingöngu stjórnast af eðlisávísun-
um og taugaviðbrögðum.“
„Skepnu þessari var ungað út úr
eggi, sem var líklega geymt í líkama
móðurinnar, þar til að útungun kom.
Við erum ekki viss um, hve háum
aldri skepna þessi náði, heilli öld eða
heilu árþúsundi? Dó hún úr elli, úr
veirusjúkdómi eða hlaut hún ógnþrung-
in dauðdaga í kjafti risaeðlu af kjöt-
ætutegund? Við vitum ekki annað um
hana en að skrokkurinn af henni lenti
í á, skolaðist niður eftir henni og
lenti síðan á sandrifi. Risavaxinn
skrokkurinn var eins og fljótandi girð-
ing og stöðvaði önnur dauð dýr, sem
flutu niður efti ránni.“
Jensen benti á lögin í klöppinni,
sem var eitt sinn árfarvegur en var
nú í 2000 feta hæð yfir dalbotninum.
„í milljónir ára þöktu vindar og regn
leifar þessar seti, þar til þær voru
komnar yfir 5 þúsund m í jörð niður.
Síðan lyftist allt svæðið langt upp
fyrir sjávarmál, fellingar mynduðust í
jarðskorpuna og þannig urðu hin miklu
fjöll í vesturhluta Bandaríkjanna til.
Síðar komu steingerðar dýraleifar í
ljós, þegar vindar og vatn höfðu sóp-
að setinu ofan af þeim. Pví erum við
nú önnum kafnir utan í hamraveggj-
um gjáa og á stökum hólum og hæð-
um. Við erum að leita þar að lögum
leirskífa og sandsteins. Við erum sér-
staklega að leita að rauðu, grænu og
gulu leirtegundunum, sem benda til
risaeðlutímans.“
Ég spurði Jensen, hvernig hann
ætlaði að sýna Supersaurus, eftir að
uppgreftrinum væri lokið.
„Haus skepnunnar myndi standa
upp úr þaki núverandi safnbygging-
ar okkar,“ sagði hann. „Pað er verið
að ræða um möguleika á nýrri safn-
byggingu. Ef mér gæfist tækifæri til
þess að láta draum hinn rætast, mundi
ég reisa safnbyggingu þessa hérna á
hásléttunni, uppi við gjárvegg. Safn-
gestir gætu stigið inn í lyftu og ferð-
ast með henni framhjá hverju jarð-
laginu á fætur öðru, og þannig mundi
saga jarðarinnar opinberast þeim. Ég
mundi stilla öllum þessum skepnum
upp til sýningar einmitt á þeim stað,
þar sem þær lifðu og dóu..
Par gerðist öll saga þeirra. Forn-
aldareðlurnar voru hér í 140 milljón
ár. Sú dýrategund, sem maður nefnist,
hefur aðeins verið hér í 2 milljón ár.
Væri ekki ástæða til, að mönnunum
kæmi til hugar, að við eigum enn nokk-
urn tíma til stefnu, og að þeim yrði
hugsað til þess, hve langt við kynnum
að ná á þeim tíma?“
☆