Úrval - 01.11.1975, Side 37

Úrval - 01.11.1975, Side 37
35 ÓFRESKJA FRÁ ÁRDAGA „Supersaurus var blíðlynd skepna, jurtaæta, sem át blöð af efri greinum trjánna. Og skepna þessi var jafn heimsk og hún var stór. Hinn litli heili hennar var ekki fær um mikið meira en að stjórna löppum hennar og kjálkum. Eins konar sérheili, sem var í rauninni aðeins ofvöxtur mænu- strengsins innan mjaðmagrindarinnar, hafði líklega það starf með höndum að hreyfa hala skepnunnar og stjórna afturlöppum hennar. Sá heili lét næst- um eingöngu stjórnast af eðlisávísun- um og taugaviðbrögðum.“ „Skepnu þessari var ungað út úr eggi, sem var líklega geymt í líkama móðurinnar, þar til að útungun kom. Við erum ekki viss um, hve háum aldri skepna þessi náði, heilli öld eða heilu árþúsundi? Dó hún úr elli, úr veirusjúkdómi eða hlaut hún ógnþrung- in dauðdaga í kjafti risaeðlu af kjöt- ætutegund? Við vitum ekki annað um hana en að skrokkurinn af henni lenti í á, skolaðist niður eftir henni og lenti síðan á sandrifi. Risavaxinn skrokkurinn var eins og fljótandi girð- ing og stöðvaði önnur dauð dýr, sem flutu niður efti ránni.“ Jensen benti á lögin í klöppinni, sem var eitt sinn árfarvegur en var nú í 2000 feta hæð yfir dalbotninum. „í milljónir ára þöktu vindar og regn leifar þessar seti, þar til þær voru komnar yfir 5 þúsund m í jörð niður. Síðan lyftist allt svæðið langt upp fyrir sjávarmál, fellingar mynduðust í jarðskorpuna og þannig urðu hin miklu fjöll í vesturhluta Bandaríkjanna til. Síðar komu steingerðar dýraleifar í ljós, þegar vindar og vatn höfðu sóp- að setinu ofan af þeim. Pví erum við nú önnum kafnir utan í hamraveggj- um gjáa og á stökum hólum og hæð- um. Við erum að leita þar að lögum leirskífa og sandsteins. Við erum sér- staklega að leita að rauðu, grænu og gulu leirtegundunum, sem benda til risaeðlutímans.“ Ég spurði Jensen, hvernig hann ætlaði að sýna Supersaurus, eftir að uppgreftrinum væri lokið. „Haus skepnunnar myndi standa upp úr þaki núverandi safnbygging- ar okkar,“ sagði hann. „Pað er verið að ræða um möguleika á nýrri safn- byggingu. Ef mér gæfist tækifæri til þess að láta draum hinn rætast, mundi ég reisa safnbyggingu þessa hérna á hásléttunni, uppi við gjárvegg. Safn- gestir gætu stigið inn í lyftu og ferð- ast með henni framhjá hverju jarð- laginu á fætur öðru, og þannig mundi saga jarðarinnar opinberast þeim. Ég mundi stilla öllum þessum skepnum upp til sýningar einmitt á þeim stað, þar sem þær lifðu og dóu.. Par gerðist öll saga þeirra. Forn- aldareðlurnar voru hér í 140 milljón ár. Sú dýrategund, sem maður nefnist, hefur aðeins verið hér í 2 milljón ár. Væri ekki ástæða til, að mönnunum kæmi til hugar, að við eigum enn nokk- urn tíma til stefnu, og að þeim yrði hugsað til þess, hve langt við kynnum að ná á þeim tíma?“ ☆
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.