Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 73
NIXON: TRÚNAÐARBROT
71
fræðinga sakborninga, heldur til aS
uppfylla feykilegar kröfur þeirra á
ýmsum sviðum. Pó var aðalhættan lið-
in hjá í bili. Aðeins var hafin mál-
sókn á hendur McCord, hinum fjór-
um „málaliðum", sem handteknir voru
í Watergate, Hunt og Liddy.
Tilgangurinn var að stöðva keðj-
una þar, áður en hún næði einum
lengra, til Magruders og Mitchells.
Til þess þurfti meinsæri að koma til.
Segja varð kviðdóminum, að Liddy og
Hunt hefðu enga heimild haft til verka
sinna. Magruder var margsinnis æfð-
ur í sögu sinni, og að því stóðu Mit-
chell og Dean. Peir gátu ekki Iátið
sér til hugar koma, að með því að
embættisvaldið hafði verið notað til
yfirhilmingar á glæp, mundi um síðir
allt verða burt máð, sem Nixon hafði
vel gert, og upp spretta fyrsta stjórn-
arskrárkreppan i Bandaríkjunum síðan
borgarastyrjöldin stóð.
ÖNNUR KREPPAN. Frá því and-
artaki, sem Scott Armstrong og Don-
ald Sanders hófu með leynd að spvrja
Alexander Butterfield spjörunum úr,
hinn 13. júlí 1973, varð stjórnarkreppa
óhjákvæmileg.
Armstrong og Sanders voru starfs-
menn Ervin-nefndar öldungadeildar-
innar, sem falið hafði verið að rann-
saka Watergatemálið og önnur lög-
brot, sem kynnu að hafa verið framin
í kosningabaráttunni 1972. Butter-
field hafði verið vinur Bobs Halde-
mans í háskóla, og því hafði honum
snemma árs 1969 verið boðið að ger-
ast starfsmaður Hvíta hússins. Par
hafði hann í þrjú ár setið í næstu
skrifstofu við „ávölu stofuna". Síð-
degis þennan föstudag var búið að
spyrja Butterfield út úr í margar
klukkustundir, en mikið gat var á
skýringum hans á því, hvernig fund-
argerðir væru gerðar á fundum í Hvíta
húsinu. Spyrjendur hans þrýstu enn
að honum. Skyldu vera segulbands-
upptökur?
„Ég var að vona, að þið félagar
munduð ekki spyrja þess.“ Pannig
minnir menn, að svar Butterfields hafi
hljóðað, og þá kom uppljóstrunin: Jú,
það væru segulbönd. Premur dögum
síðar upplýsti Butterfield Ervin-nefnd-
ina um hið sama. Nú áttu þrálátar
spurningar Howards Bakers öldunga-
deildarþingmanns „Hvað vissi forset-
inn og hvenær fékk hann að vita
það?“ augljóslega eitthvert svar.
„Kerfið" í ávölu stofunni og skrif-
stofum ráðuneytisins hafði byrjað, sam-
kvæmt Ieyniskýrslum, hinn 16. febrú-
ar 1971. Tveimur mánuðum síðar var
sett hlerun á athvarf forsetans í stjórn-
arbyggingunni og þrjá síma, sem for-
setinn notaði stundum. Fyrir utan
nokkra sérfræðinga í öryggis- og tækni-
deild leyniþjónustunnar vissu aðeins
fiórir menn um þennan vef í byrjun,
Nixon, Haldeman, Butterfield og
Lawrence Hugby, ungur aðstoðarmað-
ur Haldemans. Aðeins mannkvnssög-
unni var ætlað að heyra hinn raun-
verulega Nixon, einhvern tíma í fram-
tíðinni. Pegar mánuðirnir liðu, vand-
ist hinn raunverulegi Nixon „nálægð