Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 67
NIXON: TRÚNAÐARBROT
Hvíta húsið var sífellt að heimta
meiri upplýsingar um áform demó-
krata. Bob Haldeman hafði afhent
John Dean ábyrgðina á njósnum á
vegum kosningabaráttunnar í heild.
Svo margt var í gangi, meðal annars
njósnir um kosningabaráttu Humph-
reys og Muskies og „saurugar brell-
ur“ sérstaks njósnara Hvíta hússins,
Donalds Segrettis, og með svo ótraust-
um tengslum, að sérhver hæfur fram-
kvæmdastjóri hefði orðið æfur yfir.
Ennfremur vissi John Dean ekkert um
stjórnmálin, og hann hafði aldrei starf-
að í kosningabaráttu fyrr. Pví var það
í desember 1971, algerlega óvitandi
um afleiðingarnar, að Dean stakk upp
á Gordon Liddy við Jeb Magruder
sem njósnastjóra CREEP. í för með
Liddy slóst brátt hinn hugmyndaríki
félagi hans úr flokki „pípulagninga-
mannanna“, E. Howard Hunt.
Skrifstofa dómsmálaráðherra er ein-
hver hin mikilfenglegasta af skrifstof-
um ráðherra, með keisaralegri bið-
stofu. Á framhlið byggingarinnar, þar
sem skrifstofan er, er letrað „Engin
frjáls ríkisstjórn getur komist af, hafi
hún ekki grundvöll í veldi laganna“.
Parna var það, klukkan fjögur síð-
degis hinn 27. janúar 1972, að mættir
voru þeir Jeb Magruder, John Dean
og G. Gordon Liddy til að fara með
John Mitchell dómsmálaráðherra yfir
ráðagerðir um njósnir og upplýsinga-
söfnun í kosningabaráttunni. Ráðherr-
ann hafði fengið yfirstjórn kosninga-
baráttunnar, og hann sagði brátt af sér
65
embætti til að stjórna baráttunefndinni
CREEP.
Liddy hóf að breiða út uppdrætti á
trönur. Hann var einkennilegur mað-
ur, sem hafði einu sinni sýnt hæfi-
leika sína til að þola sársauka með því
að halda hendinni yfir eldi og brenna
hana. Misskilin föðurlandsást hans
olli því, að hann sá óvini alls staðar,
kommúnista, undirróðursmenn, frjáls-
lynda, stúdenta eða upphlaupsmenn.
ITann hafði gert yfirlit yfir njósnir
CREEP og samið áætlun, sem hefði
kostað milljón dollara (yfir 160 millj-
ónir króna á núverandi gengi). Nú
gerði hann grein fyrir ráðagerðinni.
Hlera skyldi aðalstöðvar demókrata í
Washington, ræna róttækum upp-
hlaupsmönnum, sem grunur félli á á
flokksþingi repúblikana og blekkja til
stuðnings fulltrúa á flokksþingi demó-
krata með því að ginna þá um borð
í skemmtisnekkjur, þar sem „fyrsta
flokks“ mellur gætu ef til vill tælt þá.
Petta var alls ekki að skapi Mitch-
ells. Ennfremur var verðið of hátt.
Dómsmálaráðherrann sagði Liddy að
endurskoða ráðagerðina, þannig að
minna yrði færst í fang.
Þrenningin hittist aftur viku síðar,
en aftur færðist Mitchell undan og
sagði, að þetta væri of dýrt og of
hættulegt. Síðan kom þriðji fundur-
inn nærri tveim mánuðum seinna,
hinn 30. mars, í lúxusíbúð nálægt að-
setri forsetans við Key Biscayne. Pá
var tekin fyrir endurskoðuð áætlun
Liddys um njósnir og upplýsingasöfn-
un í kosningabaráttunni.