Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 78

Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 78
76 Þegar forsetinn sneri aftur til Hvíta hússins sunnudaginn 8. apríl, var hann í meiri vanda en hann skildi. Upptök- urnar þaðan í frá leiða í ljós glund- roðann í huga Richards Nixons. Sam- ræðurnar reika, brotna og breyta um „gír“ og hugsun í miðjum setning- um. Þær má aðeins líta á sem skýrsl- ur um sálarkvalir. Eini rauði þráðurinn í þeim er skilningsleysi og það, að Nixon gerir ráð fyrir, að hann sé saklaus. Hann hafði ekki, hann vissi, að hann hafði ekki gerst sekur um að fyrirskipa inn- brotið í Watergate. Fyrirmæli hans til Haldemans hinn 23. júní um að stöðva rannsókn FBI skipti hann litlu, ef hann þá mundi eftir henni. 'Nú var allt komið úr böndunum, og hugur hans gat, að því er virtist, ekki skil- ið, hvað það þýddi. Greinilegustu samræðurnar eru milli Nixons, Haldemans og Ehrlichmans. Þær hefjast í stjórnarbyggingunni, í ,,felustað“ forsetans, klukkan 8.55 laugardagsmorguninn 14. apríl og standa í tvær og hálfa klukkustund. John Ehrlichman hefur munnlega gefið skýrslu sína. Kapphlaupið er orðið hraðara. Hann bendir á það. Þetta er ekki kapphlaup við blöðin. Þetta gengur út á, að það verði svo, að „einhvern tíma eftir tvo mánuði eða þrjá eða eitt ár“ muni svo líta út sem forsetinn hafi gripið ti.l sinna ráða, jafnskjótt og hann hafi fengið haldgóðar upplýsingar um málið, eins og þær, sem Ehrlichman gefur hon- ÚRVAL um nú. Þeir verða að láta Mitchell gjalda, nú í dag. Það er að verða forsetanum ljóst. „Yfirhylmingin, jú, í grundvallarat- riðum er hún seinni glæpurinn . . . Er það ekki rétt, John? Heldurðu, að þeir haldi áfram að rannsaka yfir- hylminguna, þótt Mitchell verði fórn- að?“ Ehrlichman segir honum, að hann geri ráð fyrir því. Þannig fara þeir fram til að hylma yfir um yíirhylm- inguna, og það færir þá að John Dean. Forsetanum er greinilega enn ekki Ijóst í smáatriðum, hvernig var um greiðslur á peningum til að þagga nið- ur í mönnum. Samkvæmt nýrri áætl- un á að lýsa greiðslunum sem samúð en ekki greiðslum til að þagga niður í vitnum. Nú er krafist þess, að ein- hver verði opinberlega sökudólgur, það er að segja John Dean. Þessar samræður byggjast á því, að gert er ráð fyrir, að forsetinn verði fyrstur til þess opinberlega að neyða sökudólgana, liðsmenn sína, til að játa glæpi. Hins vegar höfðu Dean og Ma- gruder þennan sama laugardag orðið á undan. Þeir voru farnir að segja saksóknurunum, hvað þeir vissu. Svo var það, á miðnætti 15. apríl, eftir langar samræður við Kleindienst dóms- málaráðherra og aðstoðar-dómsmáia- ráðherrann Henry Petersen, að forset- inn fékk skýra mynd af ástandinu, þótt ljót væri. Petersen hafði næstum fengið nægar sannanir frá Dean til að láta Mitchell svara til saka fyrir dómi. Dean hafði boðist til að segja frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.