Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
^Viltu auk§ orÖaforóa þinij?
Hér á eftir fara 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu. Próf-
aðu kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með því að
finna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en eina
rétta merkingu að ræða.
1. dáindi(s)maður: látinn maður, vofa, lítilmenni, heiðursmaður, nirfill, ör-
látur maður, undirróðursseggur.
2. að rægja: að tala um, að niðra, að hrósa, að binda, að stunda, að sjá um.
3. að kryta: að strika, að ýkja, að afla sér, að draga til sín, að kvarta, að þrátta.
4. pastur: kraftur, átök, áflog, kvittur, fæða, óljós grunur, þrekleysi.
5. það er ekki vandsvert: það er ekki öfundsvert, það er ekki til að kvarta
yfir, það er ekki til að hrósa sér af, það er ekki til eftirbreytni, það er ekki
erfitt, það er ekki auðvelt, það er ekki þokkalegt.
6. árnaður: fyrirvari, fyrirbæn, verndarvættur, vernd, hollvættur í fjalli eða
steini, hugrekki, hamingjuósk.
7. drer: heyrnarleysi, ofskynjun, leiðindi, blóð, þrjóskur, starblinda, seinn.
8. rælni: illt umtal, illt innræti, fúlmennska, rjál, slæpingsháttur, fikt, drusla.
9. að klekkja á e-m: að bíða ósigur fyrir e-m, að krefja e-n sagna, að hjálpa
e-m, að ná sér niðri á e-m, að hvetja e-n, að letja e-n, að reka á eftir e-m.
10. að dangast: að fitna, að slá létt högg, að láta reka á reiðanum, að dafna, að
sveiflast fram og aftur, að stríða í góðu, að glettast.
11. kauli: bjálfi, klaufi, drenghnokki, leiðindapési, nautkálfur, durtur, kjáni.
12. skekta: vagn, lítill bátur, strokkur, stjaki, poki, mistök, frávik.
13. gífuryrtur: orðheppinn, óheppinn í orðum, klæminn, margmáll, hávær,
óorðheldinn, stóryrtur.
14. droll: tónn, óhreinindi, slór, hrollur, jag, hangs, hrúgald.
15. að husla: að japla, að renna hægt, að flýta sér, að breiða yfir, að dysja, að
dylja, að jarðsetja (í niðrandi merkingu).
16. slytti: e-ð lint, e-ð þungt, e-ð rakt, e-ð máttlaust, bréfmiði, leti, lasleiki.
17. ankanni: kostur, ílát, rannsóknaráhald, galli, vöntun, ílát, svöl gola.
18. viðurgerningur: sök, galli, lausn, fæði, atlæti, lagfæring, galdrar.
19. dásshali: montrass, klepróttur kýrhali, kertiskveikur, getnaðarlimur nauts,
fífl, uppskafningur, mikil lengja.
20. valmennska: blíðlyndi, undirferli, svik, manngöfgi, mannvonska, níska, ör-
læti.
Svör á bls. 128.