Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 35
33
ÓFRESKJA FRÁ ÁRDAGA
af hálsliðum skepnunnar náði Jensen
hvorki meira né minna en upp að
höku. Herðablað, sem var enn fast í
leirnum að hluta, var 2.5 m á lengd.
Peir fylltu sprungur og rifur með
blöndu úr sandi og gipsi, vöfðu striga
utan um þau, sem gegnvættur hafði
verið í gipsi, styrktu þau með spelk-
um, og síðan voru þau sett á sérstak-
lega útbúinn dráttarvagn til flutnings
til Brigham Young háskólans í bæn-
um Provo í Utahfylki. Par bíða þess-
ar leifar „Supersaurus“, en því nafni
munum við hér eftir kalla skepnu
þessa, þess að fá opinberlega sam-
þykkt heiti og dýrafræðilega flokkun.
Saga Supersaurusar hófst í raun og
veru, þegar Jensen sá risavaxinn lær-
legg af risaeðlu, sem var til sýnis í
Smithsoniansafninu í Washington.
Hann komst að því, að Eddie og Vi-
vian Jones höfðu fundið bein þetta
árið 1955, en þau höfðu steinasöfnun
sem tómstundastarf. Pau höfðu fund-
ið lærlegginn nálægt Grand Junction
í Coloradofylki. Hann hafði upp á
hjónunum, og þau urðu öll brátt góðir
vinir. I byrjun október árið 1971
heimsótti Jensen þau til þess að kom-
ast að því, hvað þau hefðu fundið
sumarið á undan. Á sófaborði beirra
lá stórt steinrunnið bein, kringlótt að
lögun. Jensen kom strax auga á það,
þegar hann kom í dyragættina, og
hann tók undir sig geysilegt stökk í
áttina að beininu. „Hvað funduð þið
þetta?“ spurði hann.
„Á Uncompahgrehásléttunni," svör-
uðu þau.
Jensen sá, að þetta var tábein af
risavaxinni risaeðlu af kjötætuætt, en
af einhverri áður óþekktri tegund.
Tæpum klukkutíma síðar voru þau
farin að leita á hásléttunni. Og í apríl
árið 1972 hóf Jensen mesta uppgröft
starfsævi sinnar, en hann hafði fengið
rannsóknarstyrk frá Brigham Young
háskólanum til þessarar rannsóknar.
„Grjóturðin á Uncompahgreháslétt-
unni er sannkallaður beinaruslhaug-
ur,“ segir Jensen. „Pað kváðu við
húrrahróp á degi hverjum, þegar eitt-
hvert okkar fann eitthvað, sem eng-
inn hafði nokkru sinni séð fyrr.“ I
sumarlok hafði þeim tekist að finna
fimm áður óþekktar risaeðlutegundir,
þar á meðal Supersaurus og stóru
kjötætuna, sem reyndist vera af thero-
podættinni, en það var einmitt tábein
af risaeðlu þessari, sem hafði komið
þeim á sporið.
„Risaeðlu-Jim“ Jensen er meðal
helstu. steingervingafræðinga heims,
sem vinna að uppgreftri og rannsókn
dýraleifa. Hann er 56 ára að aldri og
hefur þegar fundið 36 nýjar stein-
gerðar dýrategundir, sem eru nú á
ýmsum stigum flokkunar. Hann hóf
leit sína að steingerðum dýraleifum
aðeins níu ára að aldri í hæðunum um-
hverfis Leamington í Utahfylki. Hann
hætti í menntaskóla til þess að geta
farið í lengri leitarferðir, heimsótt söfn.
talað við sérfræðinga og „lært af raun-
hæfu starfi“ á þessu sviði. Árið 1956
fékk hann starf við Safn samanburðar-
dýrafræði við Harvard háskólann. Par
fann hann upp og fullkomnaði aðferð