Úrval - 01.11.1975, Síða 35

Úrval - 01.11.1975, Síða 35
33 ÓFRESKJA FRÁ ÁRDAGA af hálsliðum skepnunnar náði Jensen hvorki meira né minna en upp að höku. Herðablað, sem var enn fast í leirnum að hluta, var 2.5 m á lengd. Peir fylltu sprungur og rifur með blöndu úr sandi og gipsi, vöfðu striga utan um þau, sem gegnvættur hafði verið í gipsi, styrktu þau með spelk- um, og síðan voru þau sett á sérstak- lega útbúinn dráttarvagn til flutnings til Brigham Young háskólans í bæn- um Provo í Utahfylki. Par bíða þess- ar leifar „Supersaurus“, en því nafni munum við hér eftir kalla skepnu þessa, þess að fá opinberlega sam- þykkt heiti og dýrafræðilega flokkun. Saga Supersaurusar hófst í raun og veru, þegar Jensen sá risavaxinn lær- legg af risaeðlu, sem var til sýnis í Smithsoniansafninu í Washington. Hann komst að því, að Eddie og Vi- vian Jones höfðu fundið bein þetta árið 1955, en þau höfðu steinasöfnun sem tómstundastarf. Pau höfðu fund- ið lærlegginn nálægt Grand Junction í Coloradofylki. Hann hafði upp á hjónunum, og þau urðu öll brátt góðir vinir. I byrjun október árið 1971 heimsótti Jensen þau til þess að kom- ast að því, hvað þau hefðu fundið sumarið á undan. Á sófaborði beirra lá stórt steinrunnið bein, kringlótt að lögun. Jensen kom strax auga á það, þegar hann kom í dyragættina, og hann tók undir sig geysilegt stökk í áttina að beininu. „Hvað funduð þið þetta?“ spurði hann. „Á Uncompahgrehásléttunni," svör- uðu þau. Jensen sá, að þetta var tábein af risavaxinni risaeðlu af kjötætuætt, en af einhverri áður óþekktri tegund. Tæpum klukkutíma síðar voru þau farin að leita á hásléttunni. Og í apríl árið 1972 hóf Jensen mesta uppgröft starfsævi sinnar, en hann hafði fengið rannsóknarstyrk frá Brigham Young háskólanum til þessarar rannsóknar. „Grjóturðin á Uncompahgreháslétt- unni er sannkallaður beinaruslhaug- ur,“ segir Jensen. „Pað kváðu við húrrahróp á degi hverjum, þegar eitt- hvert okkar fann eitthvað, sem eng- inn hafði nokkru sinni séð fyrr.“ I sumarlok hafði þeim tekist að finna fimm áður óþekktar risaeðlutegundir, þar á meðal Supersaurus og stóru kjötætuna, sem reyndist vera af thero- podættinni, en það var einmitt tábein af risaeðlu þessari, sem hafði komið þeim á sporið. „Risaeðlu-Jim“ Jensen er meðal helstu. steingervingafræðinga heims, sem vinna að uppgreftri og rannsókn dýraleifa. Hann er 56 ára að aldri og hefur þegar fundið 36 nýjar stein- gerðar dýrategundir, sem eru nú á ýmsum stigum flokkunar. Hann hóf leit sína að steingerðum dýraleifum aðeins níu ára að aldri í hæðunum um- hverfis Leamington í Utahfylki. Hann hætti í menntaskóla til þess að geta farið í lengri leitarferðir, heimsótt söfn. talað við sérfræðinga og „lært af raun- hæfu starfi“ á þessu sviði. Árið 1956 fékk hann starf við Safn samanburðar- dýrafræði við Harvard háskólann. Par fann hann upp og fullkomnaði aðferð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.