Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
— Þegar fáfræði og skeytingarleysi fara saman,
er ekki á góðu von. Átakanleg harmsaga gerðist árið 1971,
er þúsundir manna átu korn, sem úðað hafði verið
með stórhættulegu kvikasilfurseitri.
Kvikasilfurs-
harmsagan
í írak
extánda september 1971,
lagðist flutningaskipið
Trade Carrier við hafnar-
bakkann í Basarah, í
Suður-írak og hóf þegar
að afferma 1600 tonn af hveiti. Kornið
var óvenjulegt á litinn, æpandi ljós-
rautt. Litarefnið, sem það hafði verið
sprautað með, var aðvörun tim að
kornið hefði verið úðað með stór-
hættulegu kvikasilfurseitri. Til þess að
undirstrika nánar, að kornið mætti að-
eins nota til sáningar, var viðvörun á
spænsku á öllum pokunum: no usarla
para alimento (má ekki notast sem
fæðutegund). Prátt fyrir það liðu ekki
margar vikur áður en það var bæði
notað í brauð og fóður handa húsdýr-
um, út um allt land. Um veturinn dóu
þúsundir, karla, kvenna og barna, sem
höfðu neytt brauðsins eða kjöts af
dýrunum, en tugir þúsunda urðu aum-
ingjar: blindir eða heyrnarlausir af
heilaskemmdum. Allt afleiðingar
hörmulegustu fjöldaeitrunar sem sag-
an greinir frá.
Þegar ég ferðaðist fyrir nokkru um
slétturnar milli Evfrat og Tigris, sá
ég alls staðar merki þessara hörmunga.
Á mörg hundruð ferkílómetra svæði