Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 79
NIXON: TRÚNAÐARBROT
77
öllu, en hann hafði sagt Petersen, að
játaði hann á sig lögbrot vegna yfir-
hylmingarinnar, til samkomulags við
saksóknara, yrði hið sama að gilda um
Haldeman og Ehrlichman. Pannig
hafði ráðagerð Nixons og félaga á
laugardaginn farið gersamlega í hund-
ana.
TAPAR STJÓRN. Einu sinni enn
glímir forsetinn við vandamálið, sem
hann hafði ekki getað leyst 21. mars:
Hvernig ætti að skýra frá öllu án
þess að afhjúpa allt ráðabruggið.
Snemma á mánudag krefst hann af-
sagnar Deans, en Dean slær hann út
af laginu með kröfu um, að Halde-
man og Ehrlichman fari þá líka. Nix-
on ræðir við Petersen í næstum tvær
stundir og skýrir, hvers vegna hraði
er mikilvægur við gerð yfirlýsingar
um málið. Honum finnst, að „forset-
inn eigi að vera í fremstu víglínu“.
En Petersen kemu rekki auga á neina
leið til þess nema að kasta Haldeman
og Ehrlichman. útbyrðis nú þegar.
Pannig samþykkir forsetinn opin-
berlega yfirlýsingu um Watergate, í
algerri ringulreið að því er markmið
varðar, morgun og miðdegis hinn 17.
apríl, með Petersen, Ziegler, Halde-
man og Ehrlichman. Petta var hin
fyrsta í röð opinberra yfirlýsinga, sem
áttu eftir að verða 15 í allt. Átta
blaðamannafundir áttu eftir að fara
fram, og fjórum sinnum átti Nixon
eftir að koma fram í sjónvarpi til að
„útskýra“.
Pessi fyrsta „skýring“ markaði veg-
inn, sem farinn var í hinum næstu á
eftir. Nixon viðurkenndi með tregðu
það, sem varð að viðurkenna, og af-
nam forréttindi embættismanna, svo
að þeir gætu borið opinberlega vitni
fyrir Ervin-nefndinni. Hann játaði á
tvíræðan hátt það, sem ekki varð leng-
ur neitað, að hinn 21. mars hefði hann
sjálfur „vegna alvarlegra ákæra, sem
mér var skýrt frá“, hafið algerlega
nýja rannsókn, sem hefði leitt til þeirr-
ar niðurstöðu, að hver sá í stjórn hans,
sem væri kvaddur fyrir rétt af kvið-
dómi, skyldi samstundis sviptur starfi
og ætti, að hans dómi, ekki að njóta
neinnar friðhelgi gagnvart saksókn.
Forsetinn hafði varpað í hendur rétt-
vísinnar þeim Mitchell, Dean og Ma-
gruder og jafnframt hinum lægri, sem
skriðu um í neðanjarðarhreyfingunni.
Hann var enn ekki reiðubúinn að
ganga jafnlangt gagnvart Haldeman og
Ehrlichman. Með því að halda hlífi-
skildi yfir þeim, var hann að brjóta
lögin frekar og brjóta gegn einföldum
siðalögmálum. Hann hét Petersen því
hinn 16. apríl, að allt, sem Petersen
hefði sagt honum, meðal annars, að
Petersen langaði að sækja Haldeman
og Ehrlichman til saka, skyldi fara
leynt. Ekki liðu margar mínútur, áð-
ur en hann braut þetta loforð og
skýrði mönnunum tveimur frá vand-
ræðum þeirra og hans sjálfs.
Pá komst Petersen að því síðdegis
föstudaginn 27. apríl, að New York
Times ætlaði að birta frétt, þar sem
því var haldið fram, að vitnisburður
Deans flækti forsetann í vef glæpa.