Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 9
7
OFANJARÐAR OG NEÐAN í TÓKÍÓ
svifbrautir sem liggja í allar áttir. Pær
eru yfir 90 kílómetra langar og mynd-
ast hvergi gatnamót. Sums staðar sker-
ast þrjár eða fjórar svifbrautir en þá
eru þær hver uppi yfir annarri. Ann-
ars staðar tengjast þær með flóknum
slaufum.
Sanngjarn vegatollur, sem 180 millj-
ón bílar greiða árlega, hefur jafnað
stofnkostnaðinn fyrr en ætlað var. Ic-
hihashi spáir því, að sá dagur komi
brátt, þegar allur kostnaður hafi ver-
ið endurgreiddur.
Meðan borgarstjórnin í Tókíó hefur
verið að byggja þessi þriggja hæða borg-
arhverfi, hefur hún lært lexíu, sem
aðrar þéttbýlar borgir ættu að láta sér
að kenningu verða: sérhver ný bvgg-
ing á að nýta landrýmið eins vel og
nokkur kostur er. Þannig mælir reglu-
gerð í Tókíó nú svo fyrir, að sérhver
bygging, sem reist er, skuli að minnsta
kosti hafa 500% stærri gólfflöt en
lóðin mælist.
Yamada segir, að menn hafi. hlegið
að sér fyrir 15 árum og talið sig óraun-
sæjan draumóramann — framkvæmd-
irnar, sem ég hafi verið að skoða, séu
samkvæmt því verk loftkastalasmiðs.
Ibúðarfélagi minn kennir ensku í menntaskóla og í lok hverrar annar
er hún dauðuppgefin. I skólalok í vor, þegar nótt og dagur hafði verið
lagður saman til að fara yfir einkunnir og reikna út próf, kom hún reikul
í spori inn í íbúðina okkar, fleygði sér niður í stól og sagði með dapur-
legt blik í augum: „Góðar fréttir í dag, ég hef komist yfir öll atriðin
sem ég skráði á listann mér til minnis."
„Stórfínt!“ hrópaði ég.
„Slæmu fréttirnar. Það var listi gærdagsins."
P.H.
Lögreglubílarnir í Newark í Kaliforníu voru farnir að verða rykugir
og þarfnast þvottar. Morgun nokkurn, þegar ég var á leið til vinnu, fór
einn fram úr mér á talsverðri ferð en hafði ekki sírenurnar á. Kílómetra
seinna sá ég hvers vegna hann hafði verið að flýta sér. Bílstjóri hafði
ekið á og brotið vatnshana svo vatnið gusaðist marga metra upp í loftið.
Á meðan ég virti þetta fyrir mér renndi lögreglubíllinn sér undir bun-
una og stansaði þar. Ég velti fyrir mér hvernig lögregluþjónninn ætlaði að
komast klakklaust út úr bílnum, en hann reyndi það ekki. Hann sat
þarna kyrr um stund, með gluggana vel lokaða og svo, eftir að hafa
fengið frían bílþvott, keyrði hann undan bununni, kom sér á þurrt og
hélt áfram eftirlitsferðinni.
W.E.C.