Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 103
ÆVINTÝRI H.C. ANDERSENS
101
inn þekktur, var hann samt mildari í
hjarta sínu en nokkru sinni fyrr.
Meisling stöðvaði hann eitt sinn á
götu og bað hann að fyrirgefa sér,
hvernig hann hafði leikið hann. And-
ersen fyrirgaf honum og huggaði hann.
Konungurinn sendi eftir honum — sá
sami, sem hafði ráðlagt honum að snúa
sér að rennismíði — var raunar að-
eins krónprins þá — og lét í það skína,
að Andersen gæti vænst fyrirgreiðslu
konungs. Skáldið svaraði: „Yðar há-
tign, ég hef nokkrar tekjur sjálfur.“
Og þar á ofan átti hann hylli alls
heimsins. Hann var nú orðinn svo
þekktur, að börnin flykktust alls stað-
ar um hann, hvar sem hann fór.
Ævintýri hans voru þýdd á fleiri
tungumál en nokkurt annað verk, að
Biblíunni undantekinni. Tekið var á
móti honum við allar hirðir Evrópu
og hengd á hann æðstu heiðursmerki.
Hinir miklu rithöfundar samtímans,
frá Dickens til Victors Hugo, viður-
kenndu hann sem jafningja, og meðal
þessara fínu fugla komst hann að þeim
sannleik, að „ekki sakar þann að vera
fæddur í andagarði, sem í svanseggi
hefur legið.“
Mesti hamingjudagur ævi hans var
þó, þegar hann sneri aftur til „anda-
garðsins“ sem sigurvegari, nærri 50
árum eftir að hann yfirgaf hann. Óð-
insvé stóðu upp á endann til þess að
fagna skósmiðssyninum, konungi æv-
intýrsins. Fólkið söng ljóðin hans og
hrópaði húrra fyrir honum; um kvöld-
ið safnaðist fólkið saman með logandi
kyndla undir glugganum hans og kall-
aði hann fram. Pað, sem hann á þeirri
stundu fann djúpt í hugskoti sínu, sem
svo lengi hafði orðið að láta sér ein-
manaleikann lynda, verður best sagt
með hans eigin orðum: „Til guðs og
manna: Mína þökk, mína ást.“
☆
í niðurlagi ævisögu sinnar, „Mit livs Eventyr“, minnist H.C. Ander-
sen með sérlegri þakklátssemi á ritgerð dr. Gríms Thomsens í „Dansk
Maanedsskrift“ (1855), er hann samdi, þá er safnútgáfa ritverka Ander-
sens var nýútkomin. Grímur Thomsen hafði ávallt unnað mjög skáld-
skap Andersens og tekið svari hans. Pess ber og að geta, að þjóðskáldið
Jónas Hallgrímsson hafði frá því fyrsta hinar mestu mætur á ævintýr-
um Andersens. Ævintýrið „Toppen og Bolden“ ummyndaði hann í ís-
lenskt ævintýri „Leggur og skel“ og er það kunnugra en frá þurfi að
segja, hve meistaralega það er gert.
Úr formála að Ævintýrum og
sögum H.C, Andersens.